Málsnúmer 2405004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Lagt er til að lóðirnar við Hjallatún 1 (núverandi geymslusvæði) og Hjallatún 3 (næsta lóð vestan við geymslusvæði) verði auglýstar lausar til úthlutunar, í samræmi við afmörkun lóðanna í fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags (sjá dagskrárlið 1).



Bæjarstjórn samþykkti á síðasta ári heimild fyrir því að lóð geymslusvæðis verði tekin undir byggingu, með fyrirvara um frekari útfærslu vegna geymslusvæðis.



Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar verði auglýstar, í samræmi við samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði en með fyrirvara um afhendingartíma og endanlegan frágang. Í þessu felst að geymslusvæðið verði fært/lagt af í núverandi mynd og leggur nefndin til að bæjarráð geri tillögu um fyrirkomulag eða aðrar ráðstafanir í staðinn.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Lögð fram til kynningar auglýsing, þar sem fram kemur að lóðirnar Hjallatún 1 og 3 á iðnaðarsvæði séu lausar til umsóknar.



Samkvæmt auglýsingunni er frestur til að sækja um lóðirnar til og með 11. nóvember nk.