Lagt er til að lóðirnar við Hjallatún 1 (núverandi geymslusvæði) og Hjallatún 3 (næsta lóð vestan við geymslusvæði) verði auglýstar lausar til úthlutunar, í samræmi við afmörkun lóðanna í fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags (sjá dagskrárlið 1).
Bæjarstjórn samþykkti á síðasta ári heimild fyrir því að lóð geymslusvæðis verði tekin undir byggingu, með fyrirvara um frekari útfærslu vegna geymslusvæðis.