258. fundur 22. maí 2024 kl. 16:30 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulagsfulltrúi
  • Guðmundur Rúnar Svansson (GRS) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður sett fund og gengið var til dagskrár.

Samþykkt var að taka á dagskrá með afbrigðum dagskrárliðinn "Deiliskipulag hafnarsvæðis", sem verður 5. liður á dagskrá og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.

1.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn, annars vegar greinargerð og uppdráttur vegna tillögu á vinnslustigi fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis vestan Kvernár.Hinsvegar tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna svæðisins, en áður var búið að afgreiða og auglýsa vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulaginu, vegna deiliskipulagsvinnu svæðisins.Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta var gestur í fjarfundi undir þessum lið.

Ræddar voru tillögur um breytingar á bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi. Stýrihópur verkefnisins (Jósef Ó. Kjartansson og Pálmi Jóhannsson) hafði áður fengið tillögurnar til skoðunar og gerði ekki athugasemdir.

Eftirfarandi var samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram:

Um aðalskipulagsbreytingu:

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, dags. 10. apríl 2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að landnotkunarreitur fyrir efnisvinnslu með auðkenni E-3 fellur út og verður hluti af iðnaðarsvæði með auðkenni I-1. Reitur I-1 stækkar einnig til vesturs og suðurs og verður 16,1 ha að stærð. Nánar er vísað til kynningargagna.

Lýsing var kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29.11.2023 - 27.12.2023 og tillaga á vinnslustigi, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, var kynnt frá 28.2.2024 - 20.3.2024. Umsagnir sem bárust voru hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar.

Um deiliskipulag:
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði vestan Kvernár, dags. 22. maí 2024. Um er að ræða heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár dags. 1. júlí 1999.

Tillaga að deiliskipulagi er nú kynnt á vinnslustigi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing var kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29.11.2023-27.12.2023. Umsagnir sem bárust voru hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar.

Í endurskoðun felst m.a. að deiliskipulagssvæðið stækkar úr 4,1 ha í 11,5 ha, lóðum fjölgar og byggingarreitir stækka. Þá eru skilmálar eldra deiliskipulags felldir úr gildi og nýir skilmálar settir, m.a. til að auka fjölbreytni og sveigjanleika í lóðastærðum til langs tíma og tryggja góða umgengni á svæðinu. Nánar er vísað til kynningargagna.

Samhliða endurskoðun á deiliskipulagi er gerð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, eins og fyrr er getið.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta - mæting: 16:30

2.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Á fjarfundi undir þessum lið var Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta sem skipulagsráðgjafi í verkefninu.Farið yfir stöðu verkefnisins og yfirstandandi vinnu við gerð tillögu um nýtt deiliskipulag Ölkeldudals. Halldóra gerði grein fyrir vinnu Cowi og Alta að því að skoða regnvatn og farvegi þess á svæðinu, en höfð verður hliðsjón af því í stefnu deiliskipulagsins.
Stefnt er að því að koma tillögu á vinnslustigi í auglýsingu nú í sumar.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta

3.Deiliskipulag Framnes 2023

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Árni Geirsson hjá Alta var viðstaddur undir þessum lið.

Rætt var um vinnu við tengingu miðbæjar, Framness og hafnarsvæðis, sem verið hefur í gangi.
Rætt um framgang verkefnisins, áherslur og sýn.

Stýrihópi, skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra falið umboð til frekari viðræðna um þróun og uppbyggingu á svæðinu, í samræmi við umræður fundarins.

4.Sólbakki - Fyrirspurn um bílgeymslu

Málsnúmer 2405009Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn um bílgeymslu, samanber deiliskipulag sem í gildi er fyrir Sólbakka. Ennfremur teikning sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu bílgeymslu.Einnig lagt fram minnisblað, unnið að beiðni skipulagsfulltrúa, um skipulagsmál Sólbakka m.t.t. erindisins.Umsækjandi sendi fyrirspurn um byggingu 50 m2 bílgeymslu á jörð sinni á Sólbakka, Lóð A skv. gildandi deiliskipulagi. Fyrir er á jörðinni frístundahús, en fyrirhuguð bílgeymsla er á uppdrætti sýnd vestan við húsið.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er auk frístundahúss gert ráð fyrir hesthúsi og allt að 50 m2 smáhýsi á lóð A. Lóð B gerir ráð fyrir samskonar heimildum. Byggingarreitir eru almennt rúmir innan lóðarinnar, en taka þarf tillit til þess við hönnun húsa að stórbrotin fjallasýn er frá byggingarreitum og því sérstakir skilmálar um útlit húsa og stefnu þakhalla eða mænis og stöllun húsa í landslagshalla.

Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 73/1997 getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um óveruleg frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að bygging bílgeymslu í stað smáhýsis feli í sér óveruleg frávik frá deiliskipulagi og að breytt staðsetning (byggingarreitur) sé einnig óverulegt frávik skv. 3. mgr. 43. gr., ef útlit og frágangur uppfylla skilmála deiliskipulagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráform fyrirspyrjanda en felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda um staðsetningu bílgeymslu, samanber skilmála deiliskipulagsins.

5.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Málinu var bætt við dagskrá fundarins.Gerð er grein fyrir athugasemd Skipulagsstofnunar við frágang deiliskipulagstillögu fyrir Hafnarsvæði norður, sem er til meðferðar hjá stofnuninni, eftir að vinnslutíma lauk hjá skipulagsnefnd og bæjarstjórn.Lögð fram tillaga Eflu, skipulagsráðgjafa, og viðbótaruppdráttur sem sýnir skörun skipulagssvæða, en nýja deiliskipulaginu er ætlað að ná að hluta til yfir eldra deiliskipulag fyrir miðsvæði hafnarinnar.Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis hafnar (reitur 3) sem snýr að því að takmarka gildi deiliskipulagsins vegna skörunar við nýtt deiliskipulag Hafnarsvæðis norður, samhliða gildistöku þess síðarnefnda.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu og mælist til þess að breytingin verði afgreidd sem óveruleg skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem þær breytingar sem um ræðir hafa þegar verið auglýstar með deiliskipulagi Hafnarsvæðis norður.

6.Hjallatún 2 - Fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2404010Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn um iðnaðarlóð og tölvupóstur/svarbréf um stöðu málsins.Fyrirspurnin/lóðaumsóknin hefur verið höfð til hliðsjónar í vinnu við deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár. Gerð verður breyting á lóðinni við Hjallatún 2 þar sem lóðinni verður skipt upp í minni lóðir, sbr. mál undir dagskrárlið 1.Elli Bol ehf. sækir um lóð við Hjallatún 2 til að byggja 250 m2 iðnaðarhúsnæði.
Lóðin er á svæði sem er deiliskipulagt sem iðnaðarsvæði en jafnframt er unnið að breytingu á skipulaginu.
Samkvæmt nýsamþykktri vinnslutillögu að deiliskipulagi (sjá dagskrárlið 1) er heimilt að skipta lóðinni við Hjallatún 2 upp í smærri hluta.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðarhluta austast á lóðinni Hjallatúni 2 í samræmi við tillögu.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda og falinn frekari frágangur skv. fyrirspurninni.

7.Iðnaðarlóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2405004Vakta málsnúmer

Lagt er til að lóðirnar við Hjallatún 1 (núverandi geymslusvæði) og Hjallatún 3 (næsta lóð vestan við geymslusvæði) verði auglýstar lausar til úthlutunar, í samræmi við afmörkun lóðanna í fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags (sjá dagskrárlið 1).Bæjarstjórn samþykkti á síðasta ári heimild fyrir því að lóð geymslusvæðis verði tekin undir byggingu, með fyrirvara um frekari útfærslu vegna geymslusvæðis.Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar verði auglýstar, í samræmi við samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði en með fyrirvara um afhendingartíma og endanlegan frágang. Í þessu felst að geymslusvæðið verði fært/lagt af í núverandi mynd og leggur nefndin til að bæjarráð geri tillögu um fyrirkomulag eða aðrar ráðstafanir í staðinn.

8.Fellasneið 14 - Breyting úr bílskúr í blandað rými, bílskúr og íbúð

Málsnúmer 2404009Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn lóðarhafa að Fellasneið 14 varðandi breytingar á nýtingu og skráningu bílskúrs sbr. framlagða teikningu, þar sem hluti bílskúrs verður gerður að íbúð. Byggingarfulltrúi vísaði málinu til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytt not og að skráning bílskúrs breytist að hluta til í íbúð og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.

9.Stækkun á aðstöðu Vestur Adventure í Torfabót

Málsnúmer 2403026Vakta málsnúmer

Endurnýjað stöðuleyfi hefur verið í gildi á svæðinu vegna aðstöðuhúss Vestur Adventures fyrir kajakleigu.Málið var tekið fyrir á síðasta fundi og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um áform á svæðinu, áður en lengra væri haldið.

Í framhaldi af samskiptum skipulagsfulltrúa við umsækjanda liggja nú fyrir viðbótargögn.Sótt er um að reisa ca. 15 m2 léttbyggt skýli með þaki við austurhlið núverandi aðstöðuhúss, klætt í sama stíl og núverandi aðstaða. Einnig er óskað eftir langtímalóðarleigusamningi, fyrir allt að 300 m2. Ennfremur er óskað eftir að tekið verði tillit til rekstrarins við gerð deiliskipulags í Torfabót, sem er hluti af deiliskipulagsvinnu á Framnesi sem nú stendur yfir.Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að umsækjandi fái áframhaldandi stöðuleyfi og að umsækjandi fái framkvæmdaleyfi til að stækka aðstöðuna í samræmi við umsókn, enda er ekki um varanlegar framkvæmdir að ræða.
Ekki er heimild til að afmarka lóðir á svæðinu, en erindi umsækjanda um að tekið verði tillit til starfseminnar í þeirri deiliskipulagsvinnu sem nú er unnið að vegna Framness verður komið til skila inní þá vinnu.

10.Stígamál í Grundarfirði - Fjallahjólaleiðir

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Þann 8. maí sl. fóru fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd í vettvangsgöngu með Leifi Harðarsyni út af gerð fjallahjólastígs. Óskað hefur verið eftir leyfi til að lagfæra og marka leið sem liggur upp með/austan við skíðalyftu, upp Nautaskarð - til að byrja með. Þennan hluta leiðarinnar má sjá í gögnum sem fylgja málinu, úr erindi Leifs og úr mynd frá mars 2024. Í framhaldi af vettvangsferðinni barst ábending landeiganda að Gröf Ytri og Gröf 4, þar sem hann telur að leiðin liggi að hluta inná hans land.Unnin var yfirlitsmynd sem sýnir útmörk þessa lands, sem liggur inní eignarlandi bæjarins (Grafarlandi). Ennfremur er sýnd lega þessa hluta hjólaleiðarinnar.Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að áhugamönnum um fjallahjólastíga verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir gerð stígs fyrir fjallahjól samkvæmt korti, í samræmi við lýsingu í umsókn, staðsett í landi bæjarins. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ástand landsins og framhaldið metið í haust.

11.Umhverfisrölt 2022-2026

Málsnúmer 2205033Vakta málsnúmer

Rætt um breyttar dagsetningar umhverfisrölts.

Samþykkt að umhverfisrölt fari fram dagana 5. og 6. júní næstkomandi.

Umhverfisröltið hefur verið árleg hefð til þess að bjóða bæjarbúum að hitta bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og starfsmenn bæjarins og skoða nærumhverfi sitt og koma með ábendingar og hugmyndir. Umhverfisröltið er allajafna farið snemma sumars og því hægt að setja ákveðin verkefni til vinnslu fyrir komandi sumar.

12.Græn svæði innanbæjar

Málsnúmer 2208003Vakta málsnúmer

Undirbúningur fyrir umræðu síðar, um græn svæði innanbæjar.Einnig greint frá fundum sem bæjarstjóri og þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarsviðs hafa átt með fulltrúum Skógræktarfélags Eyrarsveitar og Skógræktarfélagi Íslands. Rætt hefur verið um gerð nokkurra ára samstarfssamnings, m.a. um gróðursetningu trjáa á völdum svæðum innanbæjar og við mörk bæjarins.

13.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Greint frá því að Skipulagsstofnun sé nú að ljúka afgreiðslu á samþykktri tillögu um óverulega breytingu aðalskipulags vegna lóðanna við Fellabrekku 7-9.

Næsta skref er að taka teikningar lóðarhafa að Fellabrekku 7-13 til afgreiðslu og grenndarkynningar, en teikningar eru í vinnslu hjá lóðarhafa.

Stefnt að næsta fundi fljótlega.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.