Slökkviliðsstjóri hefur verið í 8,4% starfshlutfalli, sem er of lágt hlutfall miðað við þörf. Lagt er til að stöðuhlutfall starfs slökkviliðsstjóra verði hækkað í 40% starfshlutfall.
Lögð fram drög að nýrri starfslýsingu slökkviliðsstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lagt til að bæjarstjóra verði falið að ganga frá breytingu á starfshlutfalli og ráðningarsamningi VÞM slökkviliðsstjóra, til samræmis við framangreint.
Einnig lagt til að bakvaktafyrirkomulagi stjórnenda slökkviliðs verði breytt, sbr. tillögu sem fyrir liggur. Samkvæmt tillögunni verði farið úr helgarbakvöktum (bakvaktaálag) í bakvaktir alla daga (í formi 20 fastra yfirvinnustunda á viku).
Lagt til að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningum við stjórnendur slökkviliðs í samræmi við þetta.
Fyrirkomulagið taki gildi 1. september nk.
Bæjarstjórn samþykkir aukningu á starfshlutfalli slökkviliðsstjóra í 40%. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt drög að nýrri starfslýsingu slökkviliðsstjóra. Fyrirkomulagið taki gildi frá 1. september nk. Um kostnaðaraukningu er að ræða, en á móti er dregið úr annarri vinnu. Bæjarstjóra falið að ganga frá breyttum ráðningarsamingi við slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á bakvaktarfyrirkomulagi stjórnenda slökkviliðsins í samræmi við framlagða tillögu. Fyrirkomulagið taki gildi frá 1. september nk. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum við stjórnendur slökkvliðisins.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á bakvaktarfyrirkomulagi stjórnenda slökkviliðsins í samræmi við framlagða tillögu. Fyrirkomulagið taki gildi frá 1. september nk. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum við stjórnendur slökkvliðisins.
Samþykkt samhljóða.