Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2024 og janúar-september 2024.
Bæjarráð - 625Skv. fyrra yfirlitinu, janúar-ágúst, hefur greitt útsvar hækkað um 3,1% miðað við sama tímabil í fyrra og skv. hinu síðara, janúar-september, er hækkunin 3,9%.
Lagt fram yfirlit yfir raunlaun og áætlun fyrir tímabilið janúar-ágúst 2024.
Bæjarráð - 625Útgreidd laun í janúar til ágúst eru undir launaáætlun tímabilsins, en hafa verður fyrirvara á því að enn er ósamið við mörg stéttarfélög.
Ákvörðun um álagningarprósentu útsvars 2025.
Bæjarráð - 625Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,97%.
Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2025, sundurliðuð niður á álagningarflokka.
Bæjarráð - 625Bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2025 kynnt. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.
Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga 2024.
Bæjarráð - 625Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð.
Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt forsenduspá.
Bæjarráð - 625Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samhljóða endurskoðaða fundadagskrá vegna fjárhagsáætlunarvinnunnar framundan.
Lagt fram bréf leikskólastjóra um viðbótarstöðugildi vegna stuðningsþarfa. Fyrir liggur mat skv. reglum Grundarfjarðabæjar um stuðning og sérkennslu.
Bæjarráð - 625Bæjarráð samþykkir 80% viðbótarstöðugildi frá október 2024 til vors 2025.
Farið yfir helstu framkvæmdir.
Bæjarráð - 625Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.
Rætt um framkvæmdir í kjallara íþróttahúss, gatnaframkvæmdir og framkvæmdir í Sögumiðstöðinni. Jafnframt rætt um þörf á hönnun kerfismynda vegna verkefna sem krefjast viðbótarorku, í tengslum við orkuskipti íþrótta- og skólamannvirkja.
ÁE vék af fundi undir umræðu um framkvæmdir í kjallara þróttahúss og tók aftur sæti sitt á fundinum eftir þá umræðu.
Lagt til að unnar verði kerfismyndir fyrir orkufrek framtíðarverkefni, s.s. sundlaugarrennibraut, tengingu rafmagns fyrir tjaldsvæði og rafmagnshleðslustöðvar við íþróttahús, þannig að útfærslur og kostnaður séu þekkt.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundarBæjarstjóri gerði grein fyrir kostnaði við framkvæmdir við orkuskipti skóla- og íþróttamannvirkja og við breytingar innanhúss í kjallara íþróttahússins. Umræður um stöðu verkefnisins.
Lögð fram til kynningar tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 25. september sl., um fyrirhugaða niðurfellingu Hamravegar (5751-01) af vegaskrá.
Bæjarráð - 625Fram kemur í erindinu að Vegagerðin, sem veghaldari þjóðvega, hyggist fella veginn af vegaskrá, en hann telst héraðsvegur. Þar sem enginn hafi nú lengur lögheimili eða fasta búsetu að Hömrum uppfylli vegurinn ekki lengur skilyrði til að teljast þjóðvegur.
Bæjarráð áréttar þann skilning sinn við Vegagerðina, að verði breytingar á búsetu þá verði þessi ákvörðun endurskoðuð.
Lagður fram til kynningar samningur við Íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu. Samningurinn er gerður á grunni útboðs sem fram fór fyrr á árinu.
Bæjarráð - 625
Lagt fram til kynningar bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 23. september sl., um haustþing SSV 2024 sem haldið verður 16. október nk. í Klifi í Ólafsvík.
Bæjarráð - 625Á fundi bæjarstjórnar í næstu viku verður gengið frá umboðum vegna þátttöku bæjarfulltrúa á þinginu.
Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 20. september sl., um ársfund Jöfnunarsjóðs sem haldinn verður 9. október nk.
Bæjarráð - 625Bæjarstjóri mun sækja fundinn f.h. bæjarins.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ferðamálastofu, dags. 13. september sl., þar sem tilkynnt er að opnað hafi verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Bæjarráð - 625Rætt um verkefni sem sækja megi um í sjóðinn.
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. september sl., um helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
Bæjarráð - 625
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Veitum, dags. 30. september sl., varðandi lekavandamál í götulögn vatnsveitu í Fagurhóli, og minnisblað Veitna af fundi með fulltrúum bæjarins fyrr á árinu.
Bæjarráð - 625