Málsnúmer 2411001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 628. fundur - 08.11.2024

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn sem Tekkur ehf. hefur lagt fram hjá embættinu, til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekið verður sem Kirkjufell view cottage, Innri Látravík (2357992).



Fyrir liggja umsagnir byggingarfulltrúa og staðgengils slökkviliðsstjóra, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.



Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, en óskar eftir upplýsingum um frágang úttektarskýrslu slökkviliðsstjóra.





Bæjarráð - 638. fundur - 04.06.2025

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um breytingu á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekinn er sem Kirkjufell view cottage, að Innri Látravík (F2357992), Grundarfirði skv. rekstraleyfi REK-2024-073350 frá 27.11.2024.



Breyting felst í viðbótarhúsnæði í þremur nýjum frístundahúsum (mhl.050101, 060101,070101) og þar með fjölgun gistirýma um 12 gesti, þannig að leyfilegur gestafjöldi eftir breytingu fari úr 8 í 20 gesti.



Um er að ræða ný hús og fyrir liggur öryggisúttekt byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, og umsögn byggingarfulltrúa sem ekki gerir athugasemdir við að umbeðnu rekstrarleyfi verði breytt.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfinu verði breytt og að við það bætist þrjú ný gestahús, við þau tvö sem leyfið var útgefið fyrir, á síðasta ári.