638. fundur 04. júní 2025 kl. 14:00 - 14:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) varaformaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Innri Látravík - Rekstrarleyfi, umsögn til sýslumanns

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um breytingu á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekinn er sem Kirkjufell view cottage, að Innri Látravík (F2357992), Grundarfirði skv. rekstraleyfi REK-2024-073350 frá 27.11.2024.



Breyting felst í viðbótarhúsnæði í þremur nýjum frístundahúsum (mhl.050101, 060101,070101) og þar með fjölgun gistirýma um 12 gesti, þannig að leyfilegur gestafjöldi eftir breytingu fari úr 8 í 20 gesti.



Um er að ræða ný hús og fyrir liggur öryggisúttekt byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, og umsögn byggingarfulltrúa sem ekki gerir athugasemdir við að umbeðnu rekstrarleyfi verði breytt.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfinu verði breytt og að við það bætist þrjú ný gestahús, við þau tvö sem leyfið var útgefið fyrir, á síðasta ári.

2.Hjallatún 1, lóðarblað

Málsnúmer 2506011Vakta málsnúmer

Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 1, landnúmer L190044, undirritað af merkjalýsanda 28.05.2025.



Lóðin er skráð 1.882 m2 í Landeignaskrá fasteigna, en stækkar nú í 2.907 m2, eða um 1.025 m2. Upprunalandið Grafarland, landnúmer 190037, minnkar um það sem því nemur. Breytingin er unnin í samræmi við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár, sem gefið var út í B-deild Stjórnartíðinda 16. maí 2025.



Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 1.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:30.