Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um breytingu á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekinn er sem Kirkjufell view cottage, að Innri Látravík (F2357992), Grundarfirði skv. rekstraleyfi REK-2024-073350 frá 27.11.2024.
Breyting felst í viðbótarhúsnæði í þremur nýjum frístundahúsum (mhl.050101, 060101,070101) og þar með fjölgun gistirýma um 12 gesti, þannig að leyfilegur gestafjöldi eftir breytingu fari úr 8 í 20 gesti.
Um er að ræða ný hús og fyrir liggur öryggisúttekt byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, og umsögn byggingarfulltrúa sem ekki gerir athugasemdir við að umbeðnu rekstrarleyfi verði breytt.