Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2024.Bæjarráð - 628Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 4% miðað við sama tímabil í fyrra.
Gestir fundarins eru Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Bergvin Sævar Guðmundsson í eignaumsjón.
Bæjarráð - 628Fyrst kom Ólafur inná fundinn.
Hann sagði frá starfi félagsmiðstöðvarinnar Eden. Í vetur hefur nemendum á unglingastigi fjölgað og starfsemin gengur vel. Mjög góð mæting er hjá þeim. Breyting frá fyrra ári er sú að nú eru tveir starfsmenn með hópnum hverju sinni.
Rætt um rekstur íþróttahúss og sundlaugar. Á komandi ári er gert ráð fyrir verulegri lækkun á kyndingarkostnaði mannvirkja, en hinsvegar á reynslan af orkuskiptum eftir að koma í ljós.
Rætt um íþróttavöll, en á árinu var umhirða vallarins aukin verulega.
Geymsla við íþróttavöll, gamall gámur, var fjarlægður síðsumars. Í íþrótta- og tómstundanefnd hefur umræða verið hafin, með Ungmennafélaginu, um nýja geymslu og salernisaðstöðu við völlinn.
Rætt var um tjaldsvæðið og rekstur þess, sem hefur gengið vel.
Farið var yfir kostnaðaráætlun fyrir klæðningu íþróttahúss og tilheyrandi viðgerðir, sbr. ástandsmat Eflu, sem fengið var 2021 og unnið hefur verið eftir. Búið er að skipta um hluta af gluggum og hurðar, skv. því sem segir í skýrslunni.
Rætt um aðrar framkvæmdir við sundlaug, orkuskipti, sundlaugargarð - þar á meðal rennibraut, o.fl.
Ólafi var þakkað fyrir komuna.
Sævar kom því næst inná fundinn og rætt var um helstu framkvæmdir, viðhald og endurbætur sem tilheyra fasteignum bæjarins, kostnaðaráætlanir o.fl.
Að umræðum loknum var Sævari þakkað fyrir komuna.
Rætt um helstu verkefni og fjárfestingar 2025 og settur niður grófur rammi fyrir 2025.
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn sem Tekkur ehf. hefur lagt fram hjá embættinu, til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekið verður sem Kirkjufell view cottage, Innri Látravík (2357992).
Fyrir liggja umsagnir byggingarfulltrúa og staðgengils slökkviliðsstjóra, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
Bæjarráð - 628Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, en óskar eftir upplýsingum um frágang úttektarskýrslu slökkviliðsstjóra.