Á dagskrá skólanefndar eru eftirfarandi atriði, skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar.
Lagt fram minnisblað um efni fundarins, en yfirferð þessara atriða er hugsuð sem vinnufundur/samtal við skólastjórnendur.
Skólanefnd - 177 Farið yfir og rætt um eftirfarandi atriði sem fyrir liggja sem efni skólanefndar á þessum fundi skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar:
- Skólanámskrá leik-, grunn- og tónlistarskóla, innihald þeirra og hvernig þær eru unnar.
- Sérfræðiþjónustu við nemendur, um þjónustu og fyrirkomulag.
- Sérfræðiþjónustu við kennara og starfsfólk skólanna, en það er fyrst og fremst Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sem sér um þá þjónustu. Einnig er Grundarfjarðarbær að kaupa þjónustu af Ásgarði, skólaþjónustu, sbr. nýja menntastefnu og fleira sem Ásgarður aðstoðar við.
Á döfinni er að skólanefnd fái nýjan forstöðumann Félags- og skólaþjónustu inn á fund til sín. Stefnt að því í upphafi næsta árs.
- Nemendaverndarráð, fyrirkomulag í grunnskóla og leikskóla.
- Innleiðing menntastefnu. Farið yfir helstu skref, Gunnþór og skólastjórar gerðu grein fyrir stöðunni.
Farið yfir helstu fjárhagsstærðir, skv. fjárhagsáætlun 2025, en fyrri umræða áætlunar fór fram 14. nóv. sl. í bæjarstjórn. Síðari umræða verður 12. des. 2024.
Skólanefnd - 177Bæjarstjóri fór yfir rekstrar- og fjárfestingaáætlun 2025 fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla, einnig fjárfestingar vegna íþróttahúss.
Einkum rætt um fjárfestingarverkefni, sem aðallega er viðhald og endurbætur á húsi, skólalóð og búnaði.
Lagðar fram til kynningar eftirlitsskýrslur með leiksvæðum (grunn- og leikskóli), unnar af BSI á Íslandi, frá júlí sl. en mörg atriði hafa verið endurbætt síðan þá.
Skólanefnd - 177Farið yfir efni skýrslnanna og rætt um endurbætur sem gerðar hafa verið á leiksvæðum/skólalóðum í sumar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 177. fundar skólanefndar.