Málsnúmer 2411006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 293. fundur - 12.12.2024

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 629. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 629
  • Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2024.
    Bæjarráð - 629 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hjá Grundarfjarðarbæ hækkað um 4,6% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Lagt fram níu mánaða rekstraryfirlit janúar-september 2024.
    Bæjarráð - 629
  • Lögð fram viðbótarumsókn um styrk 2025.
    Bæjarráð - 629 Styrkbeiðni vísað til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram fjárfestingaáætlun 2025 og tilheyrandi gögn.
    Bæjarráð - 629 Farið yfir fjárfestingar ársins 2025. Lögð fram endurskoðuð tillaga um fjárfestingar 2025 og tillaga um fjárfestingar Grundarfjarðarhafnar 2025, í framhaldi af fundi bæjarstjórnar og hafnarstjórnar 3. desember.

    Umræða um drögin og fjárfestingar 2025.

    Fjárfestingaáætlun 2025 samþykkt til 2. umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Kynnt beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskrift á álögðum opinberum gjöldum. Afskrifaður höfuðstóll er að fjárhæð 912.318 kr.
    Bæjarráð - 629 Lagt til að bæjarráð samþykki beiðni sýslumanns.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afskrift á álögðum opinberum gjöldum að fjárhæð 912.318 kr. auk vaxta.
  • Íbúð að Hrannarstíg 36 sem bæjarstjórn ákvað að yrði seld er tilbúin til auglýsingar.

    Lögð fram drög að auglýsingu um sölu íbúðarinnar og verðmat fasteignasala fyrir íbúðina. Áður hafa verið lögð fram önnur gögn, eins og um kvaðir á íbúðinni og eignaskiptayfirlýsing.

    Bæjarráð - 629 Bæjarstjóra falið umboð til að auglýsa og annast framkvæmd sölu íbúðarinnar, þ.m.t. að sjá um samningsgerð skv. framlögðum skilmálum. Komi upp álitaefni verður þeim vísað til bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar drög að reglum FSS um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
    Bæjarráð - 629 Mál í vinnslu og til afgreiðslu síðar.
  • Lögð fram til kynningar drög að reglum FSS um stuðningsþjónustu.
    Bæjarráð - 629 Mál í vinnslu og til afgreiðslu síðar.
  • Lagður fram til kynningar samningur við Orkusjóð um orkuskipti.
    Bæjarráð - 629
  • Lagður fram til kynningar samningur við Orkusjóð um orkuskipti.
    Bæjarráð - 629
  • Lagður fram til kynningar samningur við Mílu um ljósleiðaraframkvæmdir.

    Samningurinn er gerður í tengslum við samning Grundarfjarðarbæjar við Fjarskiptasjóð, sem lagður var fram í bæjarstjórn til kynningar 8. október sl., en hann kveður á um greiðslu styrks til að ljúka ljósleiðaralagningu í nokkur hús sem eftir voru í þéttbýli Grundarfjarðar.

    Ljósleiðaralagningu er nú lokið í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð - 629
  • Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar við Vegagerðina um veghald þjóðvegar í þéttbýli fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 629 Bókun fundar Grundarfjarðarbær sinnir hluta veghalds á Snæfellsnesvegi 54 sem liggur um Grundargötu í þéttbýli Grundarfjarðar, alls um 1970 m, auk 210 m tenginga, samtals 2.180 m.

    Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við Vegagerðina að hluta Borgarbrautar, frá Grundargötu og að hafnarsvæði, verði bætt við samninginn, þar sem höfnin sé í þjónustuneti Vegagerðarinnar og vegur að henni eigi að falla undir ákvæði samningsins, eins og Grundargata.

    Rætt um ástand þjóðvegar 54 milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, sem er orðið afar lélegt. Bæjarstjórn mun taka málið til sérstakrar umræðu á fundi sínum í janúar nk.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambandsins um ýmsar lykiltölur sveitarfélaga.
    Bæjarráð - 629