Málsnúmer 2411020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna úttektar á Leikskólanum Sólvöllum.

Gerðar eru athugasemdir við tvö atriði, þ.e. fallundirlag undir rólum í stóra garðinum og móttökueftirlit með vörum.

Hugað verður að endurbótum á fallundirlagi við rólur á komandi sumri.

Auk þess er ábending um gólfdúk í eldhúsi. Bæjarstjórn hefur gert ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun 2025 til að skipta um gólfefni í eldhúsi og er ætlunin að það verði gert í sumarlokun leikskólans.

Brugðist hefur verið við öðrum atriðum.