Málsnúmer 2412004

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 293. fundur - 12.12.2024

Gildandi reglur um 50% afslátt af eldri byggingarlóðum íbúðarhúsa falla niður um nk. áramót.



Lögð fram tillaga um að framlengja gildistíma reglnanna, þannig að tímabundinn afsláttur nái til þeirra eldri íbúðarlóða sem eftir eru og eru þær tilgreindar.



Til máls tóku JÓK, GS, BÁ og BS.

Forseti bar fram tillögu um framlengdan gildistíma reglna um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum eldri skilgreindra íbúðarlóða, til eins árs sem gildi út árið 2025.

Lóðirnar sem afsláttar njóta eru eftirtaldar:

- Grundargata 63
- Fellabrekka 1
- Hellnafell 1
- Fellasneið 5
- Fellasneið 7
- Ölkelduvegur 17

GS lagði fram breytingatillögu þess efnis að lóðirnar Fellasneið 5 og Fellasneið 7 verði felldar út af afsláttarlistanum.

Breytingatillögu hafnað með fimm atkvæðum (JÓK, SG, ÁE, BS, MM), tveir samþykkir (GS, LÁB).

Forseti bar upp upphaflegu tillöguna um afslátt af ofangreindum sex lóðum.

Tillagan samþykkt samhljóða.