Málsnúmer 2501006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 294. fundur - 16.01.2025

Lagt fram erindi oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps til forseta bæjarstjórna Grundarfjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms, 18. desember 2024, með boði til sameiningarviðræðna í samræmi við bókun frá fundi sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps 12. desember 2024.



Bæjarstjórn vísar í bókun sína á 287. fundi 13. júní 2024. Þar segir:

"Sýn bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar er sú að Snæfellsnes geti orðið eitt sveitarfélag í framtíðinni. Löng hefð er fyrir samvinnu á svæðinu, ekki síst á vettvangi sveitarfélaganna, auk þess sem svæðið er nú þegar eitt atvinnusvæði.

Reynist ekki vilji til slíkrar sameiningar að sinni er bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar reiðubúin að skoða kosti sameiningar sveitarfélaga í smærri skrefum."

Í samræmi við þetta, samþykkir bæjarstjórn að ræða við sveitarstjórnarfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps um erindi þeirra.

Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson og Garðar Svansson verði fulltrúar bæjarstjórnar, ásamt bæjarstjóra.

Í samræmi við þetta, samþykkir bæjarstjórn að ræða við sveitarstjórnarfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps um erindi þeirra.
Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson og Garðar Svansson verði fulltrúar bæjarstjórnar, ásamt bæjarstjóra.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að sömu fulltrúarnir leiti jafnframt eftir samtali við fulltrúa úr bæjarstjórnum Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms og kanni hug þeirra til sameiningar.

Samþykkt samhljóða.