Forstöðumaður kynnti fyrir nefndinni ósk bæjarstjórnar um umfjöllun nefndarinnar, um þann möguleika að hús Sögumiðstöðvarinnar, Grundargötu 35, yrði leigt undir starfsemi einkaaðila, að einhverjum hluta, yfir sumartíma 2025.
Menningarnefnd - 49Menningarnefnd þykir hugmyndin góð og áhugaverð, að því leyti að leigja út Sögumiðstöðina tímabundið yfir sumartímann ef góð og öflug umsókn berst, sem felur í sér starfsemi sem myndi ríma við tilgang hússins, lífga upp á starfsemi hússins og miðbæinn. Nefndin telur að það sé nauðsynleg forsenda og krafa fyrir nýtingu einkaaðila, að umsóknir stuðli að menningarlegri og/eða samfélagslegri uppbyggingu í Grundarfirði.
Nefndin er sammála um að ekki henti að hafa slíka starfsemi í húsinu (leigja húsið út) nema bókasafnið færi starfsemi sína í annað hús, tímabundið á meðan. Rætt var um þann möguleika.
Nefndin er reiðubúin, fyrir sitt leyti, að þróa leiðir til að nýta þetta hús í aðra starfsemi sem heppileg er og hentar markmiðum hússins, og með því að önnur starfsemi sem þar hefur farið fram geti samt sem áður haldið áfram, t.d. á öðrum stöðum eins og áður hefur verið lýst. Nefndin telur að til greina komi tímabilið frá 1. júní til loka ágústmánaðar, en þá er félagsstarf í húsinu að mestu einnig í sumarstoppi.
Nefndin leggur áherslu á að þetta sé gert sem tilraun sumarið 2025 og að ávinningur verði síðan metinn og lærdómur dreginn af tilrauninni.
Nefndin leggur einnig fram minnispunkta um nánari umræðu fundarins og mögulega útfærslu