Málsnúmer 2501007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 294. fundur - 16.01.2025

Lagt fram bréf SSV ásamt minnisblaði um mönnun á starfsstöðvum HVE og þjónustu stofnunarinnar.



SSV óskar eftir afstöðu sveitarfélaga á Vesturlandi um niðurstöður starfshóps um mönnun á starfsstöðvum HVE og þjónustu stofnunarinnar.

Bæjarstjórn er ávallt tilbúin að greiða götu heilbrigðisstofnunarinnar í Grundarfirði, eins og fram hefur komið í bókunum bæjarstjórnar og samtölum við stjórnendur stofnunarinnar.

Bæjarstjórn vísar til nýsamþykktra inntökureglna leikskóla, þar sem m.a. er að finna ívilnun sem hægt er að beita til stuðnings við ráðningar heilbrigðisstarfsfólks í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.