Málsnúmer 2501010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 264. fundur - 14.01.2025

Reglur Grundarfjarðarbæjar um gerð og staðsetningu skilta eru orðnar gamlar og orðið tímabært að taka þær til endurskoðunar. Sú vinna er farin af stað og verður tillaga lögð fyrir nefndina þegar hún liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir að endurskoða þurfi skiltareglur og felur starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs vinna áfram að málinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 266. fundur - 05.03.2025

Á 264. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar sl. var rætt um að reglur Grundarfjarðarbæjar um gerð og staðsetningu skilta yrðu teknar til endurskoðunar. Fól nefndin starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs að vinna að málinu.



Lögð eru nú fram til kynningar og umræðu drög að uppfærðum reglum, sbr. fylgiskjal.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með fram komin drög og felur verkefnisstjóra að útbúa tillögu til bæjarstjórnar með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 267. fundur - 03.04.2025

Endurbætt tillaga lögð fram til afgreiðslu, en málið var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að nýjum reglum og mælir með því við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.