Á 264. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar sl. var rætt um að reglur Grundarfjarðarbæjar um gerð og staðsetningu skilta yrðu teknar til endurskoðunar. Fól nefndin starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs að vinna að málinu.
Lögð eru nú fram til kynningar og umræðu drög að uppfærðum reglum, sbr. fylgiskjal.