266. fundur 05. mars 2025 kl. 15:30 - 18:20 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulagsfulltrúi
  • Nanna Vilborg Harðardóttir (NVH) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Guðmundur Rúnar Svansson (GRS) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Miðbær - skipulag og markaðssókn

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Áframhald umræðu frá síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. febrúar sl.



Skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri fóru yfir þau vinnugögn sem fyrir liggja og eru samantekt á hugmyndum nefndarinnar og tillögum, samanber umræður síðustu tveggja funda nefndarinnar og síðustu tveggja funda bæjarstjórnar. Að auki hafa skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri unnið að frekari undirbúningi með ráðgjafa um uppbyggingarmál og fjármögnun. Framkomnar hugmyndir, sem og upplegg að kynningar- og auglýsingaferli miðbæjarreits, hafa nú verið teknar saman og eru lagðar fyrir nefndina til kynningar.

Bæjarstjóri fór yfir þau atriði sem ljúka þarf með umræðu og ákvörðunum bæjarstjórnar, um þetta ferli. Næsti fundur bæjarstjórnar er fyrirhugaður 13. mars næstkomandi.

Góð umræða varð um uppbyggingu á reitnum, kynningarferli o.fl.

Fundin verður tímasetning fyrir fund með íbúum þar sem fjallað verður um skipulag reitsins, með hliðsjón af tækifærum bæjarins og skipulagi annarra svæða.

2.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu hugmynd um að skipta í áfanga uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri, á lóðum vestan við Fellaskjól. Um er að ræða frekari útfærslu á deiliskipulagstillögunni sem nú er í kynningu, en þó þannig að hún hafi ekki áhrif á ferli þeirrar heildartillögu sem nú er í auglýsingu.



Hugmyndin var kynnt á fundi bæjarráðs 28. febrúar sl. og í bæjarráði var hugmyndinni vísað til frekari umfjöllunar með fulltrúum Fellaskjóls og í skipulags- og umhverfisnefnd.



Signý vék af fundi undir þessum lið.





Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi greindu frá samtali við fulltrúa Fellaskjóls um hugmynd sem myndi sameina annars vegar aðkomu að þremur (af sjö) íbúðum sem fyrirhugaðar eru á nýjum lóðum vestan megin við dvalarheimilið, og hins vegar aðkomu að vestanverðu á nýrri álmu dvalarheimilisins. Óskað hefur verið eftir frekari skoðun og afstöðu stjórnar Fellaskjóls til þessarar útfærslu.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.


Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.

3.Skíðadeild UMFG - Þjónustuhús

Málsnúmer 2211011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skíðadeildar UMFG, með tölvupósti 28. febrúar 2025. Þar kemur fram að Skíðadeildin hyggist fjarlægja núverandi aðstöðuhús og byggja nýtt og stærra aðstöðuhús á sama stað.



Með erindi fylgdi uppdráttur að húsinu og önnur gögn. Um er að ræða stálgrindarhús klætt með yleiningum. Reynt verður að láta húsið falla sem best inní landslagið og kostur er, segir í erindinu, og að vonast sé til að framkvæmdir hefjist í vor.



Fulltrúar Skíðadeildarinnar og bæjarins höfðu skoðað svæðið í sameiningu á fyrri hluta árs 2024 og rætt nokkrar hugsanlegar staðsetningar.



Í erindinu er óskað eftir að byggingin verði tekin til umsagnar hjá Grundarfjarðarbæ til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt upplýsingum er gerð aðaluppdrátta fyrir nýja aðstöðuhúsið langt komin og verða þeir sendir síðar.



Erindið er lagt fram sem fyrirspurn.

Svæðið er ekki deiliskipulagt og ekki er skipulögð lóð undir mannvirki á svæðinu.

Grundarfjarðarlína 2, sem liggur í jörðu, er í námunda við fyrirhugað framkvæmdasvæði og þarf því að huga vel að staðsetningu, sbr. deiliskipulag aðveitustöðvar og Grundarfjarðarlínu 2 að hluta, frá 2015.

Spurt var um hugsanlega vegagerð vegna byggingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við forsvarsmenn skíðadeildarinnar.

4.Reglur um skilti

Málsnúmer 2501010Vakta málsnúmer

Á 264. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar sl. var rætt um að reglur Grundarfjarðarbæjar um gerð og staðsetningu skilta yrðu teknar til endurskoðunar. Fól nefndin starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs að vinna að málinu.



Lögð eru nú fram til kynningar og umræðu drög að uppfærðum reglum, sbr. fylgiskjal.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með fram komin drög og felur verkefnisstjóra að útbúa tillögu til bæjarstjórnar með hliðsjón af umræðum á fundinum.

5.Reglur um umgengni

Málsnúmer 2502017Vakta málsnúmer

Á 265. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 5. febrúar sl. var rætt um atvinnutæki sem lagt væri inn á íbúðasvæðum og fól nefndin verkefnastjóra skipulags- og umhverfismála að gera tillögur að nýjum reglum fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.



Lögð eru nú fram til kynningar og umræðu drög að slíkum reglum.

Skipulags- og umhverfisnefnd ýsir yfir ánægju með fram komin drög og felur verkefnastjóra að útfæra nánari tillögur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands til frekari umræðu.

6.Stækkun á aðstöðu Vestur Adventure í Torfabót

Málsnúmer 2403026Vakta málsnúmer

Rekstraraðili kajakleigunnar hefur óskað eftir aðstöðu til lengri tíma en stöðuleyfis til eins árs.

Málið var áður til umræðu í nefndinni og fundaði skipulagsfulltrúi með rekstraraðila fyrir tæpu ári síðan.



Farið yfir stöðu málsins, skipulagsvinnu við Framnes og fleira.

Skipulagsfulltrúa falið að ræða við rekstraraðila um málið.

7.Landsnet Kerfisáætlun 2025-2034

Málsnúmer 2502019Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Landsneti þar sem vakin er athygli á verk- og matslýsingu vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034, og eru sveitarfélög hvött til þess að upplýsa um stöðu á aðalskipulagi og fyrirhugaða landnotkun sem getur haft áhrif á mótun kerfisáætlunar.



Lýsingin er í kynningu til 7. mars.

Í kjölfarið á verk- og matslýsingunni má búast við að kerfisáætlunin sjálf og mat á umhverfisáhrifum komi í kynningu fyrir páska, sbr. tölvupóst frá 20. febrúar sl.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsfulltrúa falið að yfirfara verk- og matslýsinguna og senda inn umsögn ef tilefni þykir á þessu stigi málsins.
Lokið við fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað hjá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:20.