Málsnúmer 2211011Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Skíðadeildar UMFG, með tölvupósti 28. febrúar 2025. Þar kemur fram að Skíðadeildin hyggist fjarlægja núverandi aðstöðuhús og byggja nýtt og stærra aðstöðuhús á sama stað.
Með erindi fylgdi uppdráttur að húsinu og önnur gögn. Um er að ræða stálgrindarhús klætt með yleiningum. Reynt verður að láta húsið falla sem best inní landslagið og kostur er, segir í erindinu, og að vonast sé til að framkvæmdir hefjist í vor.
Fulltrúar Skíðadeildarinnar og bæjarins höfðu skoðað svæðið í sameiningu á fyrri hluta árs 2024 og rætt nokkrar hugsanlegar staðsetningar.
Í erindinu er óskað eftir að byggingin verði tekin til umsagnar hjá Grundarfjarðarbæ til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt upplýsingum er gerð aðaluppdrátta fyrir nýja aðstöðuhúsið langt komin og verða þeir sendir síðar.
Erindið er lagt fram sem fyrirspurn.