Lagt fram bréf nokkurra foreldra barna á Leikskólanum Sólvöllum, þar sem óskað er eftir lækkun leikskólagjalda í desembermánuði vegna jólalokunar.
Jafnframt lögð fram gjaldskrá Leikskólans Sólvalla og Eldhamra fyrir árið 2025 og yfirlit með útreikningi á því hvernig kostnaður við leikskólastofnanir skiptist á milli foreldra og bæjarins.
SGG vék af fundi undir þessum lið.
Skv. yfirlitinu er gert ráð fyrir að greiðslur foreldra (greidd leikskólagjöld) standi undir 9-12% af heildarkostnaði Leikskólans Sólvalla og Eldhamra árið 2025.
Í áður samþykktri gjaldskrá fyrir árið 2025 kemur fram að mánaðargjald sé fast jafnaðargjald á mánuði óháð fjölda mánaðardaga eða frídaga sem falla á tiltekna mánuði. Þannig eru gjöld ekki lægri þó mánaðardagar séu færri suma mánuðina eða fleiri frídagar falli til. Jafnaðargjald er tilkomið til að tryggja fyrirsjáanleika greiðslna og dreifa kostnaði.
Hið sama á við um fæðisgjald, sem er jafnaðargjald á mánuði, enda er fæði leikskólabarna umtalsvert niðurgreitt. Í desember sl. var bætt við nýju ákvæði í gjaldskrána, um að veita megi afslátt af fæðisgjaldi ef barn er fjarverandi vegna veikinda í lengri tíma en eina viku samfellt. Þetta var áður miðað við fjórar vikur.
Bæjarstjórn telur ekki efni til þess að víkja frá samþykktri gjaldskrá, hvað varðar jafnaðargjald.
Skv. yfirlitinu er gert ráð fyrir að greiðslur foreldra (greidd leikskólagjöld) standi undir 9-12% af heildarkostnaði Leikskólans Sólvalla og Eldhamra árið 2025.
Í áður samþykktri gjaldskrá fyrir árið 2025 kemur fram að mánaðargjald sé fast jafnaðargjald á mánuði óháð fjölda mánaðardaga eða frídaga sem falla á tiltekna mánuði. Þannig eru gjöld ekki lægri þó mánaðardagar séu færri suma mánuðina eða fleiri frídagar falli til. Jafnaðargjald er tilkomið til að tryggja fyrirsjáanleika greiðslna og dreifa kostnaði.
Hið sama á við um fæðisgjald, sem er jafnaðargjald á mánuði, enda er fæði leikskólabarna umtalsvert niðurgreitt. Í desember sl. var bætt við nýju ákvæði í gjaldskrána, um að veita megi afslátt af fæðisgjaldi ef barn er fjarverandi vegna veikinda í lengri tíma en eina viku samfellt. Þetta var áður miðað við fjórar vikur.
Bæjarstjórn telur ekki efni til þess að víkja frá samþykktri gjaldskrá, hvað varðar jafnaðargjald.
Samþykkt samhljóða.
SGG tók aftur sæti sitt á fundinum.