Málsnúmer 2501019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Lagður fram Hagvísir Vesturlands, 1. skýrsla 2024, útgefið af SSV, um Aukaíbúðir á Vesturlandi.



Jafnframt kynnti bæjarstjóri yfirlit frá HMS sem bæjarstjóri óskaði eftir, um aukaíbúðir í Grundarfirði.

Listi HMS sýnir allar þær fasteignir sem byggingarfulltrúar sveitarfélaganna hafa skráð sem íbúðaeignir og sem engar upplýsingar lágu fyrir um fasta búsetu í nóvember 2024, þ.e. þar sem enginn hefur lögheimili og enginn skráður leigusamningur er um íbúðina.

Samtals eru um 50 íbúðir á þessum lista. Ljóst er að lagfæra þarf skráningu nokkurra eigna, sem t.d. ættu frekar að vera skráð sem atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.