Málsnúmer 2501020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Lögð fram tilkynning frá Almannavarnanefnd Vesturlands, dags. 23. jan. 2025.

Þar kemur fram að Almannavarnanefnd Vesturlands, ásamt fulltrúum Lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi, fundaði með sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og almannavörnum þriðjudaginn 21. janúar sl. vegna aukinnar jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn á Mýrum sem er innan eldstöðvarkerfis Ljósufjalla á Snæfellsnesi.

Á fundinum fengu fulltrúar í Almannavarnarnefnd Vesturlands góða kynningu á stöðu mála og fengu viðbrögð við þeim vangaveltum sem á fulltrúum landshlutans brunnu.