Málsnúmer 2501026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Lögð fram ársskýrsla slökkviliðsstjóra 2024, en skýrslan er send HMS og bæjarstjórn.

Bæjarráð þakkar fyrir ársskýrsluna. Til hefur staðið að hitta slökkviliðsstjóra til yfirferðar yfir málefni slökkviliðs og er stefnt að því á næstunni.

Bæjarráð - 633. fundur - 28.02.2025

Heimsókn og samtal um brunamál.

Fundarmenn fóru í lok fundar á slökkvistöðina, á neðri hæð ráðhúss, og ræddu við Valgeir Þór Magnússon, slökkviliðsstjóra, um eldvarnir, brunamál og aðstöðuna í slökkvistöð, bæði núverandi stöðu og þarfir til framtíðar.

Valgeiri þakkað fyrir yfirferðina.