Lagt fram erindi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei, dags. 29. janúar 2025, um fjárstuðning til að koma upp íslenskum skautbúningi, sem Kvenfélagið vinnur nú að.
Bæjarráð telur verkefnið vera sérstaks eðlis og þakkar Kvenfélaginu fyrir framtakið. Bæjarráð þiggur boð um að búninginn megi nota við merkisathafnir í samfélaginu, sem snerta starfsemi bæjarins, eins og t.d. á þjóðhátíðardegi.
Samþykkt að veita 250.000 kr. styrk úr Uppbyggingarsjóði menningar- og íþróttamála til verkefnisins.
Samþykkt að veita 250.000 kr. styrk úr Uppbyggingarsjóði menningar- og íþróttamála til verkefnisins.