Málsnúmer 2502001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 265. fundur - 05.02.2025

RARIK óskar eftir heimild/samkomulagi við Grundarfjarðarbæ sem landeiganda um lagningu 19 kV jarðstrengs í gegnum jörðina Hrafnkelsstaði, sem er í eigu bæjarins. Lega línunnar er sýnd á uppdrætti sem fylgdi erindi RARIK.



Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, en í aðalskipulagi kemur fram:



"Aðalskipulag Grundarfjarðar tekur til raflína/jarðstrengja sem eru með 66 kV spennu og hærri, en þær/þeir teljast til stofnkerfis. Minni línur er unnt að endurnýja/reisa á grundvelli almennrar stefnu aðalskipulagsins fyrir landbúnaðarsvæði í kafla 6.4 að teknu tilliti til stefnu um umhverfi og auðlindir í kafla 5. Við endurnýjun lína skal miða við að leggja jarðstrengi í stað lína þar sem það er mögulegt."



Erindið er lagt fyrir nefndina til umsagnar.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við lagningu jarðstrengs og að gert verði samkomulag við RARIK um strenglögnina, á grunni framlagðra gagna, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.