265. fundur 05. febrúar 2025 kl. 15:30 - 19:31 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulagsfulltrúi
  • Nanna Vilborg Harðardóttir (NVH) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Guðmundur Rúnar Svansson (GRS) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund 15:30 og gengið var til dagskrár.

1.Miðbær - skipulag og markaðssókn

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Umræðu frá síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar sl. haldið áfram, um uppbyggingu á "miðbæjarreit" og sameiginlega úthlutun fjögurra samliggjandi lóða við Grundargötu 31 og 33 og Hamrahlíð 6 og 8.



Gestir fundarins undir þessum lið eru Herborg Árnadóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafar.



Samþykkt að breyta röðun dagskrárliða og taka þennan lið fyrir fyrst á fundinum.



Herborg rifjar upp umræður síðasta fundar út frá minnispunktum, en nefndin ræddi þá framlagðar sviðsmyndir um uppbyggingu og þá starfsemi sem nefndin vildi sjá á reitnum. Herborg fór yfir meginniðurstöðurnar sem komu fram þar. Hún fór yfir og sýndi nokkur dæmi um sambærilegar byggingar annars staðar á landinu, lagðar ofaná lóðarreitinn okkar, til að gefa tilfinningu fyrir umfangi og gerð húsa og þeim þjónustukjörnum sem eru innan þeirra húsa, fjölda bílastæða o.fl.

Sigurður Valur skipulagsfulltrúi fór yfir nokkur lykilatriði sem hann taldi að skiptu máli og sýndi dæmi út frá stærð lóðar með þrjár ólíkar húsagerðir, hversu mikið byggingarmagn og hve mörg bílastæði gætu komist fyrir á lóðunum fjórum. Allt er þetta sett upp fyrst og fremst til að gefa tilfinningu fyrir stærðum og möguleikum. Hann fór yfir dæmi um hugsanlegar "einingar" innan húskjarna og ræddi um mögulega starfsemi í húsið. Hann lagði sérstaka áherslu á bílastæðamálin, sem þyrfti að taka afstöðu til.

Í kjölfarið tóku við almennar umræður fundarmanna. Allir tóku til máls.

Rætt um hver hæð hússins ætti eða mætti vera og viðruð sjónarmið um það.

Rætt um verslunarmál og hvernig verslun geti þróast með húsi á lóðunum, en á síðasta fundi var farið yfir það í umræðum nefndarinnar hvernig starfsemi hún vildi sjá þróast á reitnum.

Talsvert var rætt um bílastæði, en búast má við að þau þurfi mikið pláss, og rætt um samnnýtingu nærliggjandi bílastæða. Bent á það sjónarmið, sem kynni að skipta máli, að bílastæði séu sýnileg þeim sem keyra gegnum bæinn til að auka líkurnar á því að gestir stoppi. Einnig spurt um bílastæðakjallara.

Rætt um kynningu og samtal við íbúa, sem efnt verður til fljótlega. Einnig rætt um samtal við hugsanlega samstarfsaðila/þróunaraðila.

Þar sem áfram er samhljómur um það í nefndinni hvernig þjónusta og starfsemi ætti að vera í húsinu, og komin er tilfinning fyrir hugsanlegu byggingarmagni og bílastæðaþörf, leggur skipulagsfulltrúi til að næsta skref sé að starfsmenn og ráðgjafar móti þrjár sviðsmyndir og leggi fyrir nefndina á næsta fundi hennar, sem færi svo til skoðunar hjá bæjarstjórn og síðan sem hugmyndir og umræðugrundvöllur inn í kynningu og samráð sem fram færi í kjölfarið.

Samhljómur einkennir umræður nefndarmanna um framtíð miðbæjarreitsins, en rauði þráðurinn hefur verið að svæðið gagnist íbúum og verði samkomustaður, sem tengir saman íbúa og eflir mannlíf og þjónustu í samfélaginu.

Einnig er samstaða um það í nefndinni að mikilvægt sé að ræða málefnið við íbúa áður en leitað verður eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu á reitnum.

Nefndin samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að undirbúnar verði sviðsmyndir af hugsanlegum byggingum, þjónustu og fyrirkomulagi á reitnum, til að marka frekari stefnu um uppbygginguna, byggt á grunni þeirra stefnu sem lögð er í Aðalskipulagi Grundarfjarðar. Efnið verði síðan nýtt til að undirbúa kynningu og umræður með íbúum. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að útbúa slíkar tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 15:30
  • Herborg Árnadóttir, Alta - mæting: 15:30

2.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Auglýsingartími tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið vestan Kvernár var frá 14. desember 2024 til 29. janúar 2025.



Haldið var opið hús 23. janúar sl., til kynningar og umræðu um tillöguna.



Lagðar eru fram þær umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar, en þær voru frá eftirtöldum aðilum:



- Breiðafjarðarnefnd

- RARIK

- Landsnet

- Náttúruverndarstofnun

- Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

- Slökkvilið Grundarfjarðar

- Minjastofnun

- Vegagerðin

- Veitur

- Skipulagsstofnun

- Land lögmenn f.h. eigenda að Innri Gröf og Gröf 3



Allar umsagnir og athugasemdir komu fram í gegnum www.skipulagsgatt.is og eru opnar þar.



Einnig lögð fram samantekt umsagna og athugasemda, með tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim, til umræðu í nefndinni.



Gestir fundarins undir þessum lið voru Halldóra Hreggviðsdóttir og Herborg Árnadóttir skipulagsráðgjafar hjá Alta.



Farið hefur verið yfir allar umsagnir og ábendingar sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og tillögu að breytingu á deiliskipulaginu frá því sem auglýst var.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna að auglýstu deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár, en felur skipulagsfulltrúa jafnframt að gera þær breytingar sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan og rætt um á fundi nefndarinnar og ljúka afgreiðslu deiliskipulags sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vísar deiliskipulaginu í framhaldi til samþykktar sveitarstjórnar, ásamt umsögnum og ábendingum, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

3.Óveruleg breyting á deiliskipulagi aðveitustöðvar í Grundarfirði vegna breytingar á afmörkun deiliskipulagssvæðisins

Málsnúmer 2412016Vakta málsnúmer

Tillaga um óverulega breytingu á deiliskipulagi aðveitustöðvar hefur verið auglýst.



Umsögn hefur borist frá eina aðilanum sem hefur um málið að segja, sem er Landsnet.

Í umsögn Landsnets 29. janúar sl. gerir Landsnet engar athugasemdir við breytinguna.



Fresturinn rennur út 14. febrúar nk. og verður eftir það lokið við breytinguna.

Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa umboð til að ljúka málinu eftir að frestur til að gera athugasemdir er útrunninn ef ekki berast frekari athugasemdir.

4.Óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna legu háspennulínu Grundarfjarðarlína 2

Málsnúmer 2411012Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur staðfest óverulega breytingu aðalskipulags vegna lagfæringar sem gerð var á legu Grundarfjarðarlínu 2, á uppdrætti, og auglýst.



5.RARIK - lagning jarðstrengs í Kolgrafafirði

Málsnúmer 2502001Vakta málsnúmer

RARIK óskar eftir heimild/samkomulagi við Grundarfjarðarbæ sem landeiganda um lagningu 19 kV jarðstrengs í gegnum jörðina Hrafnkelsstaði, sem er í eigu bæjarins. Lega línunnar er sýnd á uppdrætti sem fylgdi erindi RARIK.



Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, en í aðalskipulagi kemur fram:



"Aðalskipulag Grundarfjarðar tekur til raflína/jarðstrengja sem eru með 66 kV spennu og hærri, en þær/þeir teljast til stofnkerfis. Minni línur er unnt að endurnýja/reisa á grundvelli almennrar stefnu aðalskipulagsins fyrir landbúnaðarsvæði í kafla 6.4 að teknu tilliti til stefnu um umhverfi og auðlindir í kafla 5. Við endurnýjun lína skal miða við að leggja jarðstrengi í stað lína þar sem það er mögulegt."



Erindið er lagt fyrir nefndina til umsagnar.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við lagningu jarðstrengs og að gert verði samkomulag við RARIK um strenglögnina, á grunni framlagðra gagna, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

6.Forsætisráðuneytið - ósk um Umsögn um strenglagningu RARIK um þjóðlenduna Eyrarbotni

Málsnúmer 2502002Vakta málsnúmer

RARIK hefur sótt um leyfi til forsætisráðuneytisins til að leggja jarðstreng um þjóðlenduna í Eyrarbotni.



Forsætisráðuneytið óskar eftir umsögn Grundarfjarðarbæjar, í samræmi við lög um þjóðlendur.

Erindið er lagt fyrir til umsagnar hjá nefndinni.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagningu jarðstrengs gegnum þjóðlenduna í Eyrarbotni og að veitt verði jákvæð umsögn á grunni framlagðra gagna.

7.Gerum það núna ehf - Afnot af lóð undir afþreyingu

Málsnúmer 2501027Vakta málsnúmer

Bæjarráð tók fyrir framlagt erindi 31. janúar sl. og óskaði umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.



Skipulagsfulltrúi óskaði eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda og eru viðbótargögnin einnig lögð fram.



Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í að tímabundið sé sett upp afþreying á miðbæjarreitnum (sumar 2025).

Óskað var eftir frekari upplýsingum og spurningar komu fram um staðsetningu og hönnun lausrar öryggisgirðingar sem tilgreind er í umsókn. Einnig hvort skoða mætti breytta staðsetningu afþreyingar á reitnum sjálfum.

Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við fulltrúa umsækjanda vegna nánari útfærslu og falið umboð til að afgreiða ósk um afnot/stöðuleyfi.

8.Umsókn um lokun vegar og tímabundna stækkun athafnasvæðis vegna móta

Málsnúmer 2502006Vakta málsnúmer

Skotfélag Snæfellsness óskar eftir heimild til að stækka athafnasvæði sitt tímabundið og loka hluta af veginum um Kolgrafafjörð, frá skotsvæði yfir að Seleyrum við austanverðan fjörðinn, vegna tveggja Prs-móta sem félagið heldur dagana 9.-10. og 16.-17. ágúst 2025.



Lögð fram yfirlitsmynd og fleiri gögn til frekari skýringa.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við tímabundna lokun vegarins og stækkun skotsvæðis vegna mótanna tveggja, en telur jafnframt mikilvægt að kynna hana vel og að greinilega verði gengið frá merkingum um hana við afleggjara.

Skipulagsfulltrúa falið að ræða við Skotfélagið og veita í framhaldinu leyfi, með fyrirvara um afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Lagning atvinnutækja í íbúðahverfum

Málsnúmer 2502003Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ræddi á 294. fundi sínum þann 16. janúar 2025 lagningu atvinnutækja í íbúðarhverfum og samþykkti að fela skipulags- og umhverfisnefnd að taka málefnið til umræðu.



Nokkrar umræður fóru fram.

Nokkuð er um að atvinnutækjum sé lagt inná íbúðarsvæðum þar sem misjafnt er hversu vel þau eiga heima. Fyrir utan atvinnulóðir, sem standa til boða fyrir byggingu húsa og aðstöðu, þá hefur ekki verið í boði heppileg aðstaða eða svæði, utan íbúðarsvæða, þar sem leggja má atvinnutækjum eða geyma þau.

Einnig er rætt um númerslausa bíla í langtímageymslu og stór atvinnutæki í reglulegri notkun sem eigendur leggja við heimili sín. Nanna Vilborg tekur dæmi úr samþykktum reglum í öðrum landshlutum. Einnig er þetta rætt í samhengi við framkvæmdir við nýtt geymslusvæði bæjarins á Ártúni 8, og þau sjónarmið koma fram að þegar það kemst í gagnið sé ef til vill tímabært að endurskoða núverandi reglur bæjarins um veitingu stöðuleyfa og framkvæmd þeirra.


Verkefnastjóra umhverfis- og skipulagsmála er falið að gera tillögur að nýjum reglum fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Fyrirspurn - Deiliskipulagsvinna F-2 og ÍÞ-2

Málsnúmer 2502004Vakta málsnúmer

Fannar Þór Þorfinnsson sendir inn fyrirspurn með tölvupósti til skipulagsfulltrúa 21. janúar sl. og óskar eftir að hún verði tekin til umræðu á fundi skipulags- og umhverfisnefndar.



Hann leggur til að reiturinn F-2, orlofshúsasvæði neðan skíðasvæðis við Eldhamra/suðaustan við hesthúsahverfi, verði næst á lista bæjarstjórnar varðandi deiliskipulagsvinnu. Hann spyr einnig hvort farið sé að skoða deiliskipulagsgerð á reitnum ÍÞ-2, sem er fjárhúsahverfi, sunnan við núverandi hesthúsahverfi.



Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir ábendingar og hugmyndir, en vísar jafnframt í fyrri umræður og ákvarðandir bæjarstjórnar um forgangsröðun í skipulagsmálum, sem og þá forgangsröðun sem kemur fram í fjárhagsáætlun ársins af hálfu bæjarstjórnar.

Svæðinu F-2 hefur verið raðað í forgangsröð eftir umræður skipulagsnefndar og bæjarstjórnar, þar sem það þykir afar spennandi uppbyggingarkostur. Framar í röðinni eru þó m.a. deiliskipulag Framness, stefna og kynning á miðbæjarreit og sjávarlóðir vestast á Grundargötu, auk iðnaðarsvæðis og Ölkeldudals, sem eru á lokastigi, eins og bent er á í erindinu. Einnig er nýhafið stórt skipulags- og umhverfisverkefni sem snýr að þéttbýlinu, í tengslum við stóran Evrópustyrk vegna blágrænna fráveitulausna.

Erindinu að öðru leyti vísað til ákvörðunar bæjarstjórnar.

11.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Engin önnur mál lögð fyrir.

Fundi slitið - kl. 19:31.