Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Ungmennaráð - 12Ungmennaráðið er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum.
Ungmennaráðið tekur undir ályktun FÍÆT gegn áfengissölu á Íþróttaviðburðum og að íþróttahúsin eru griðastaður fyrir börn og ungmenni þar sem þau m.a. fylgjast með fyrirmyndum sínum innan sem utan vallar.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti störf vinnuhóps sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur skipað. Hópurinn samanstendur af fulltrúum frá UMFG, fulltrúum úr bæjarstjórn, auk þess sem bæjarstjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi starfa með hópnum.
Hlutverk hópsins er að skilgreina þarfir íþróttafélaga í sveitarfélaginu fyrir aðstöðu og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
Ungmennaráð - 12Nefdarmönnum líst vel á að þessi vinna sé komin í gang.
Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti samantekt frá Ungmennaþingi Vesturlands sem fram fór í Hvalfjarðarsveit í október síðastliðnum.
Haukur Smári Ragnarsson og Brynjar Þór Ásgeirsson tóku þátt í ungmennaþinginu fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar.Ungmennaráð - 12Góðar umræður fóru fram um mikilvægi ungmennaþinga og hversu mikilvægt væri að fulltrúar frá sveitarfélaginu mæti og taki þátt.