Málsnúmer 2502003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 265. fundur - 05.02.2025

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ræddi á 294. fundi sínum þann 16. janúar 2025 lagningu atvinnutækja í íbúðarhverfum og samþykkti að fela skipulags- og umhverfisnefnd að taka málefnið til umræðu.



Nokkrar umræður fóru fram.

Nokkuð er um að atvinnutækjum sé lagt inná íbúðarsvæðum þar sem misjafnt er hversu vel þau eiga heima. Fyrir utan atvinnulóðir, sem standa til boða fyrir byggingu húsa og aðstöðu, þá hefur ekki verið í boði heppileg aðstaða eða svæði, utan íbúðarsvæða, þar sem leggja má atvinnutækjum eða geyma þau.

Einnig er rætt um númerslausa bíla í langtímageymslu og stór atvinnutæki í reglulegri notkun sem eigendur leggja við heimili sín. Nanna Vilborg tekur dæmi úr samþykktum reglum í öðrum landshlutum. Einnig er þetta rætt í samhengi við framkvæmdir við nýtt geymslusvæði bæjarins á Ártúni 8, og þau sjónarmið koma fram að þegar það kemst í gagnið sé ef til vill tímabært að endurskoða núverandi reglur bæjarins um veitingu stöðuleyfa og framkvæmd þeirra.


Verkefnastjóra umhverfis- og skipulagsmála er falið að gera tillögur að nýjum reglum fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.