Málsnúmer 2502003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 296. fundur - 13.03.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 113. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
  • Uppbygging gönguleiða og hjólreiðastíga í og við Grundarfjörð.

    Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Grundarfjarðarbæ kom inn á fundinn og fór yfir mögulega framtíðar uppbyggingu stíga og útivistarsvæða í og við Grundarfjörð.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 113 Nefndin leggur til að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum til að vinna málið áfram.

    Nanna og Ólafur íþróttafulltrúi boða fulltrúa frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar á fund með íþrótta- og tómstundanefnd.
  • Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 113 Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum og leggst gegn því að slíkt verði í boði í íþróttamannvirkjum Grundarfjarðarbæjar.

  • Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir vinnu vinnuhóps sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur skipað, til að vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu UMFG o.fl.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 113 Nefndin lýsir yfir ánægju með að þessi vinna sé farin af stað.