Fannar Þór Þorfinnsson sendir inn fyrirspurn með tölvupósti til skipulagsfulltrúa 21. janúar sl. og óskar eftir að hún verði tekin til umræðu á fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
Hann leggur til að reiturinn F-2, orlofshúsasvæði neðan skíðasvæðis við Eldhamra/suðaustan við hesthúsahverfi, verði næst á lista bæjarstjórnar varðandi deiliskipulagsvinnu. Hann spyr einnig hvort farið sé að skoða deiliskipulagsgerð á reitnum ÍÞ-2, sem er fjárhúsahverfi, sunnan við núverandi hesthúsahverfi.
Svæðinu F-2 hefur verið raðað í forgangsröð eftir umræður skipulagsnefndar og bæjarstjórnar, þar sem það þykir afar spennandi uppbyggingarkostur. Framar í röðinni eru þó m.a. deiliskipulag Framness, stefna og kynning á miðbæjarreit og sjávarlóðir vestast á Grundargötu, auk iðnaðarsvæðis og Ölkeldudals, sem eru á lokastigi, eins og bent er á í erindinu. Einnig er nýhafið stórt skipulags- og umhverfisverkefni sem snýr að þéttbýlinu, í tengslum við stóran Evrópustyrk vegna blágrænna fráveitulausna.
Erindinu að öðru leyti vísað til ákvörðunar bæjarstjórnar.