Skotfélag Snæfellsness óskar eftir heimild til að stækka athafnasvæði sitt tímabundið og loka hluta af veginum um Kolgrafafjörð, frá skotsvæði yfir að Seleyrum við austanverðan fjörðinn, vegna tveggja Prs-móta sem félagið heldur dagana 9.-10. og 16.-17. ágúst 2025.
Lögð fram yfirlitsmynd og fleiri gögn til frekari skýringa.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við Skotfélagið og veita í framhaldinu leyfi, með fyrirvara um afgreiðslu bæjarstjórnar.