Málsnúmer 2502006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 265. fundur - 05.02.2025

Skotfélag Snæfellsness óskar eftir heimild til að stækka athafnasvæði sitt tímabundið og loka hluta af veginum um Kolgrafafjörð, frá skotsvæði yfir að Seleyrum við austanverðan fjörðinn, vegna tveggja Prs-móta sem félagið heldur dagana 9.-10. og 16.-17. ágúst 2025.



Lögð fram yfirlitsmynd og fleiri gögn til frekari skýringa.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við tímabundna lokun vegarins og stækkun skotsvæðis vegna mótanna tveggja, en telur jafnframt mikilvægt að kynna hana vel og að greinilega verði gengið frá merkingum um hana við afleggjara.

Skipulagsfulltrúa falið að ræða við Skotfélagið og veita í framhaldinu leyfi, með fyrirvara um afgreiðslu bæjarstjórnar.