Málsnúmer 2502007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 295. fundur - 13.02.2025

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn um umsókn Nónsteins slf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, í landi jarðarinnar Mýra.



Umsóknin er tvískipt, Nónsteinn slf. sækir um leyfi fyrir Grýlustein, nýtt hús. Ennfremur að Nónsteinn og Grásteinn, sem verið hafa með rekstrarleyfi, færist undir Nónstein slf. sem leyfishafa.



Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra, en umsögnin er byggð á nýgerðri öryggis- og lokaúttekt hússins Grýlusteins og eldvarnareftirlitsskoðun Nónsteins og Grásteins frá í desember sl.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt.

Samþykkt samhljóða.