Lagður fram til kynningar tölvupóstur Innviðaráðuneytisins, dags. 7. febrúar sl., um opið samráð vegna áforma um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þ.e. 129. gr. laganna, sem fjallar um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög.
Markmiðið með lagabreytingunni er að bæta gæði endanlegs áhrifamats á sveitarfélög og leggja til leiðir til að skera úr um ágreining ríkis og sveitarfélaga vegna kostnaðarauka sveitarfélaga.
Frestur til að skila inn umsögn um áformin er til og með 17. febrúar nk.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.
Samþykkt samhljóða.