Á 265. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 5. febrúar sl. var rætt um atvinnutæki sem lagt væri inn á íbúðasvæðum og fól nefndin verkefnastjóra skipulags- og umhverfismála að gera tillögur að nýjum reglum fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð eru nú fram til kynningar og umræðu drög að slíkum reglum.
Skipulags- og umhverfisnefnd ýsir yfir ánægju með fram komin drög og felur verkefnastjóra að útfæra nánari tillögur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands til frekari umræðu.
Lögð fram að fengnum athugasemdum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, lokatillaga að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Grundarfirði, í samræmi við bókun 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við framkomna tillögu að samþykkt um umgengni og þrifnað og vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.