Málsnúmer 2503003

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 296. fundur - 13.03.2025

Lagt fram bréf sveitarfélaga á Vesturlandi til forsætisráðherra o.fl. um neyðarástand tiltekinna vega á Vesturlandi.



Í erindinu var farið fram á skipan viðbragðshóps vegna hættuástands á vegum á Vesturlandi, og aukafjárveitingu til bráðaviðgerða á tilteknum vegarköflum.



Sagt frá fundi sem forsætisráðherra bauð til, með innviðaráðherra, 10. mars 2025, í framhaldi af erindinu.



Bæjarstjóri sagði frá fundinum og umræðum þar.