Ársreikningur var samþykktur við fyrri umræðu á síðasta fundi, en endurbætt eintak er hér lagt fyrir fundinn, með leiðréttingu á tekjum og skuldahlutfalli.
Leiðrétt bókun frá fyrri umræðu:
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.810 millj. kr., en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.754 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 1.541 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.488 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 83,6 millj. kr. Fjárhagsáætlun samstæðu með viðauka gerði ráð fyrir 42,2 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu. Sé litið til A hluta eingöngu, þá er rekstarafkoma A-hluta jákvæð á árinu um 43,5 millj. kr.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.382 millj. kr. skv. efnahagsreikningi, þar af nam eigið fé A-hluta 1.018 millj. kr. Eiginfjárhlutfall var 35,01%, en var 31,45% árið áður.
Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 2.056,6 millj. kr., en námu 2.023,4 millj. kr. árið 2023. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er 91,05% í samanteknum ársreikningi, en var 93,0% árið 2023. Hjá A-hluta var hlutfallið 88,89%, en var 86,4% á árinu 2023.
Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 251,8 millj. kr. og handbært fé í árslok 61,4 millj. kr., en var 111 millj. kr. árið áður.
Gestir
- Jónas Gestur Jónasson, lögg. endursk. Deloitte - mæting: 16:30
- Marinó Mortensen frá Deloitte - mæting: 16:30
Allir tóku til máls.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.741 millj. kr., en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.754 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 1.472 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.488 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 83,6 millj. kr. Fjárhagsáætlun samstæðu með viðauka gerði ráð fyrir 42,2 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu. Sé litið til A hluta eingöngu, þá er rekstarafkoma A-hluta jákvæð á árinu um 43,5 millj. kr.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.382 millj. kr. skv. efnahagsreikningi, þar af nam eigið fé A-hluta 1.018 millj. kr. Eiginfjárhlutfall var 35,01%, en var 31,45% árið áður.
Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 2.056,6 millj. kr., en námu 2.023,4 millj. kr. árið 2023. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er 94,7% í samanteknum ársreikningi, en var 93,0% árið 2023. Hjá A-hluta var hlutfallið 93,06%, en var 86,4% á árinu 2023.
Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 251,8 millj. kr. og handbært fé í árslok 61,4 millj. kr., en var 111 millj. kr. árið áður.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn.