Málsnúmer 2504006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 297. fundur - 10.04.2025

Lagðir fram ársreikningar samstæðu og sjóða vegna ársins 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Marinó Mortensen, frá Deloitte, sat fundinn undir þessum lið. Hann fór yfir helstu tölur í ársreikningi 2024.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.741 millj. kr., en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.754 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 1.472 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.488 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 83,6 millj. kr. Fjárhagsáætlun samstæðu með viðauka gerði ráð fyrir 42,2 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu. Sé litið til A hluta eingöngu, þá er rekstarafkoma A-hluta jákvæð á árinu um 43,5 millj. kr.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.382 millj. kr. skv. efnahagsreikningi, þar af nam eigið fé A-hluta 1.018 millj. kr. Eiginfjárhlutfall var 35,01%, en var 31,45% árið áður.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 2.056,6 millj. kr., en námu 2.023,4 millj. kr. árið 2023. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er 94,7% í samanteknum ársreikningi, en var 93,0% árið 2023. Hjá A-hluta var hlutfallið 93,06%, en var 86,4% á árinu 2023.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 251,8 millj. kr. og handbært fé í árslok 61,4 millj. kr., en var 111 millj. kr. árið áður.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Gestir

  • Marinó Mortensen - mæting: 13:30

Bæjarstjórn - 299. fundur - 08.05.2025

Ársreikningur var samþykktur við fyrri umræðu á síðasta fundi, en endurbætt eintak er hér lagt fyrir fundinn, með leiðréttingu á tekjum og skuldahlutfalli.



Leiðrétt bókun frá fyrri umræðu:



Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.810 millj. kr., en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.754 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 1.541 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.488 millj. kr.



Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 83,6 millj. kr. Fjárhagsáætlun samstæðu með viðauka gerði ráð fyrir 42,2 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu. Sé litið til A hluta eingöngu, þá er rekstarafkoma A-hluta jákvæð á árinu um 43,5 millj. kr.



Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.382 millj. kr. skv. efnahagsreikningi, þar af nam eigið fé A-hluta 1.018 millj. kr. Eiginfjárhlutfall var 35,01%, en var 31,45% árið áður.



Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 2.056,6 millj. kr., en námu 2.023,4 millj. kr. árið 2023. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er 91,05% í samanteknum ársreikningi, en var 93,0% árið 2023. Hjá A-hluta var hlutfallið 88,89%, en var 86,4% á árinu 2023.



Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 251,8 millj. kr. og handbært fé í árslok 61,4 millj. kr., en var 111 millj. kr. árið áður.

Jónas Gestur Jónasson lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið.

Þeir kynntu ársreikning Grundarfjarðarbæjar 2024, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum og ýmsum kennitölum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2024.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2024 samþykktur samhljóða.

Gestir

  • Jónas Gestur Jónasson, lögg. endursk. Deloitte - mæting: 16:30
  • Marinó Mortensen frá Deloitte - mæting: 16:30