Á 298. fundi bæjarstjórnar, sem var aukafundur, 28. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn að breyta starfslýsingu fyrir starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála. Fól bæjarstjórn tveimur bæjarfulltrúum, auk bæjarstjóra, að gera tillögu um breytta starfslýsingu og var hún send bæjarfulltrúum til skoðunar 6. maí sl.
Tillagan, með lítilsháttar breytingum, er nú lögð fram til afgreiðslu.
Lögð fram skýrsla forstöðumanns við starfslok, 23.04.2025, þar sem farið er yfir þau verkefni sem í vinnslu eru. Nefndin mun vinna með þessar upplýsingar.
Menningarnefnd þakkar Láru Lind Jakobsdóttur fyrir samstarfið síðastliðið ár.