Málsnúmer 2504018

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 50. fundur - 24.04.2025

Forstöðumaður bókasafns og menningarmála, Lára Lind Jakobsdóttir, hefur sagt upp starfi sínu.

Bæjarstjóri upplýsti að gerður hafi verið samningur um lok starfs við forstöðumanninn.

Lögð fram skýrsla forstöðumanns við starfslok, 23.04.2025, þar sem farið er yfir þau verkefni sem í vinnslu eru. Nefndin mun vinna með þessar upplýsingar.

Menningarnefnd þakkar Láru Lind Jakobsdóttur fyrir samstarfið síðastliðið ár.

Bæjarstjórn - 298. fundur - 28.04.2025

Lögð fram uppsögn frá Láru Lind Jakobsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns bókasafns og menningarmála.



Einnig lagður fram samningur um starfslok hennar sem miðast við 30. apríl 2025.



Um er að ræða nýtt starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála, sem stofnað var til í lok árs 2023 og ráðið í frá 1. mars 2024.



Bæjarstjórn þakkar Láru Lind fyrir samstarfið.

Bæjarstjórn ræddi um starfslýsingu fyrir starfið, í ljósi reynslunnar. Vilji er til að gera breytingar á starfslýsingu, fyrirkomulagi starfsins og tengdum störfum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að undirbúa breytingar á starfslýsingu og felur bæjarfulltrúunum Davíð Magnússyni og Lofti Árna Björgvinssyni, ásamt bæjarstjóra, að leggja fram tillögu um það, í samræmi við umræður fundarins og í samráði við menningarnefnd. Tillaga liggi fyrir í lok þessarar viku.

Bæjarstjórn - 299. fundur - 08.05.2025

Á 298. fundi bæjarstjórnar, sem var aukafundur, 28. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn að breyta starfslýsingu fyrir starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála. Fól bæjarstjórn tveimur bæjarfulltrúum, auk bæjarstjóra, að gera tillögu um breytta starfslýsingu og var hún send bæjarfulltrúum til skoðunar 6. maí sl.



Tillagan, með lítilsháttar breytingum, er nú lögð fram til afgreiðslu.

Vísað til næsta liðar á dagskrá fundarins.