50. fundur 24. apríl 2025 kl. 09:00 - 11:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Hjalti Allan Sverrisson (HAS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1.Ástandsmat og verðkönnun v. endurbætur á Sögumiðstöð 2025

Málsnúmer 2504002Vakta málsnúmer

Lagt fram ástandsmat sem unnið var fyrir húsnæði Sögumiðstöðvarinnar og verklýsing vegna verðkönnunar sem fram hefur farið, um nauðsynlegar framkvæmdir skv. ástandsmatinu.



Bæjarstjóri fór yfir ástandsmat hússins, sem bæjarstjórn lét vinna í vetur.

Sl. sumar fóru fram viðgerðir sem ekki voru á fjárhagsáætlun ársins, þar sem í ljós hafði komið að ástand veggja og þaks á syðri hluta hússins var verra en haldið var. Húsið var skoðað í vetur og í framhaldinu gerð verðkönnun í mars/apríl fyrir nauðsynlegar framkvæmdir. Engin tilboð bárust í verkið, en leitað verður leiða til að framkvæma nauðsynlegar viðgerðir í vor og fyrrihluta sumars.

2.Starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála

Málsnúmer 2504018Vakta málsnúmer

Forstöðumaður bókasafns og menningarmála, Lára Lind Jakobsdóttir, hefur sagt upp starfi sínu.

Bæjarstjóri upplýsti að gerður hafi verið samningur um lok starfs við forstöðumanninn.

Lögð fram skýrsla forstöðumanns við starfslok, 23.04.2025, þar sem farið er yfir þau verkefni sem í vinnslu eru. Nefndin mun vinna með þessar upplýsingar.

Menningarnefnd þakkar Láru Lind Jakobsdóttur fyrir samstarfið síðastliðið ár.

3.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Rætt um menningarmál, menningarhús og meginhlutverk bókasafns.

Nefndin ræddi vítt og breitt um hlutverk bókasafns og þess húss sem það hýsir, í Sögumiðstöðinni. Nefndin telur mikilvægt að í húsinu sé opið menningar- og samfélagsstarf, sem verði til þess að styrkja samfélagið innan frá.

Nefndin ræddi einnig um hlutverk nefndarinnar og menningarmál, viðburði og fleira. Nefndin mun fara á stúfana á næstu dögum og leita eftir hugmyndum frá bæjarbúum, inní starf nefndarinnar.
Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 11:30.