Málsnúmer 2505002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 300. fundur - 12.06.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 180. fundar skólanefndar.

  • Heiðdís Lind skólastjóri Leikskólans Sólvalla tók á móti skólanefnd.

    Einnig var mætt Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Grundarfjarðarbæ, til að fara yfir áform um endurbætur á lóð leikskólans.
    Skólanefnd - 180 Byrjað var á því að ganga um lóð leikskólans og fóru Nanna og Heiðdís yfir þær breytingar sem eru fyrirhugaðar í sumar.

    Helstu breytingar eru þær að í "stóra garði" er ætlunin að leggja malbikaða hjólabraut í hring innan lóðar, milli hússins og hólsins. Nýtt sandsvæði verður lagt innan hjólabrautarhringsins og unnið þar með vatn. Rólur verða endurnýjaðar og nýjar settar í norðausturhluta lóðarinnar, nær horni Sólvalla og Hrannarstígs. Gróðursett verða fleiri tré í garðinum. Að auki stendur til að bæta lýsingu í stóra garði, í tengslum við endurbætur á lýsingu í Hrannarstíg, samhliða lagningu nýrrar gangstéttar frá Kjörbúð niður að Nesvegi, og aðeins inní Sólvelli.

    Nönnu var þakkað fyrir yfirferðina.

    Að þessu búnu var haldið inn þar sem skólastjóri fór með skólanefnd um húsrými leikskólans. Hún sagði frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið á húsnæði skólans og sem fyrirhugaðar eru í sumar. Rætt var um starfsemi leikskólans vítt og breitt.

    Að lokinni yfirferð þakkaði skólanefnd leikskólastjóra fyrir móttökurnar.