Eigandi Sólbakka sækir nú formlega um óverulega breytingu á deiliskipulagi þannig að frístundahús á Sólbakka, lóð A, verði einbýlishús.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi í þessa veru (uppdráttur) hefur ekki borist.
Samhliða var sótt um breytta notkun húss til byggingarfulltrúa, þ.e. að sumarhús verði skráð sem íbúðarhús.
Áður hafði borist fyrirspurn um þessa breytingu.
Nefndin rökstuddi og taldi að slík breyting deiliskipulags myndi teljast óveruleg breyting deiliskipulags, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa umboð til að yfirfara skipulagsgögn v. deiliskipulagsbreytingar þegar þau berast. Reynist þau í samræmi við það sem áður hefur verið samþykkt um þetta mál, er honum falið að grenndarkynna breytinguna fyrir sömu aðilum og fyrr (Háls, Hálsaból, Mýrar) í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Ennfremur heimilar nefndin að grenndarkynningartími verði styttur að uppfylltum ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.