Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um leyfi fyrir 1.008,6 m2 geymsluhúsnæði við Hjallatún 1, húsið er á steyptum sökklum og botnplötu en burðarvirki veggja og þaks er stálgrind sem klæðist með samlokueiningum. Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf.
Umsóknin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr.1.3.2 í byggingarreglugerð.
Bygggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.