Málsnúmer 2505025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 269. fundur - 10.06.2025

Lögð fram almenn fyrirspurn frá brottfluttum Grundfirðingi, um svæði fyrir frístundahús. Telur bréfritari að margir brottfluttir myndu vilja eiga sumarhús, í staðinn fyrir að kaupa upp íbúðir innanbæjar og nota sem orlofshús. Meðal annars er í þessu sambandi minnst á land Grundar sem bærinn festi nýlega kaup á.



Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir gott og athyglisvert erindi.

Í umræðum nefndarinnar kom fram bjartsýni um að eftirspurn eftir frístundalóðum muni á næstu árum fara vaxandi.

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er þegar gert ráð fyrir frístundahúsasvæði á landi í eigu bæjarins í landi Hellnafells sunnan hesthúsahverfis, merkt F-2, en full ástæða er til að ræða hvort önnur svæði í eigu bæjarins komi til greina.

Nefndin vísar erindinu til bæjarstjórnar, með vísan í fyrri umræðu og ákvarðanir bæjarstjórnar um forgangsröðun í vinnu við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins, sem og þá forgangsröðun sem kemur fram í fjárhagsáætlunum Grundarfjarðarbæjar.

Nefndin minnir jafnframt á að umfangsmiklum deiliskipulagsverkefnum er nú lokið eða að ljúka.