Lagður fram tölvupóstur Einars Sveins Ólafssonar f.h. Gerum það núna ehf., 2. júní 2025, þar sem vakin er athygli á pósti áhrifavalds á Tik Tok ásamt hvatningu um aukna kynningu á Grundarfirði sem ferðamannastað.
Bæjarstjóri kynnti jafnframt erindi Einars Sveins, sbr. nokkra tölvupósta hans frá í síðustu og þessari viku, þar sem m.a. kemur fram ósk hans um að Grundarfjarðarbær gangist fyrir fundum og samtali við aðila í ferðaþjónustu, sem hann lýsir jafnframt yfir áhuga á að taka þátt í.
Bæjarráð þakkar fyrir erindin.