-
Hafnarstjórn - 19
Landaður afli það sem af er árinu eru 9.986 tonn eða rúmlega 1.400 tonnum meira en á sama tíma árið 2024.
Tekjur af komum skemmtiferðaskipa eru um 7 millj.kr. hærri nú, en á sama tíma fyrir ári.
Tekjur hafnarsjóðs, þ.e. hafnargjöld og þjónustugjöld, eru um 19 millj.kr. hærri en þau voru á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld eru um 7 millj. kr. hærri en á sama tímabili árið 2024.
Hafnarstjóri fór einnig yfir áfallinn kostnað við nýbyggingu þjónustuhúss, sem tekið var í notkun 24. maí sl. Um er að ræða viðbyggingu við hafnarhúsið. Mestallur kostnaður er til fallinn, en ekki þó alveg allur rukkaður.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarráð, að í viðauka við fjárhagsáætlun hafnarinnar 2025 verði gert ráð fyrir allt að 20 millj.kr. hærri heildarfjárfestingu og að breyting verði einnig gerð á rekstrarhluta hafnarsjóðs, m.a. um aukningu tekna, í samræmi við fjárhagsstöðu. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra að ganga frá tillögu að viðauka til bæjarráðs, í samræmi við þetta.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykktir viðbótarfjárveitingu í viðaukagerð sem er í vinnslu. Fjárfesting og tekjur hækka, sbr. tillögu hafnarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
-
Hafnarstjórn - 19
Byggingin fékk öryggisúttekt 22. maí 2025 og var tekin í notkun 24. maí sl., en lokaúttekt er fyrirhuguð.
Almenningssalerni hafa verið flutt úr samkomuhúsinu í nýju viðbygginguna. Gjaldhliði samkomuhússins var komið fyrir við inngang við nýju salernin og gjaldtaka er hafin.
Vísað í umræðu um byggingarkostnað í lið nr. 1.
-
Hafnarstjórn - 19
Rætt um framkvæmdir við landfyllingu í "krika" uppvið Norðurgarð og samþykkt að fela hafnarstjóra að hefja undirbúning útboðs á framkvæmdum, sem færu fram 2026, á grunni heimildar í samgönguáætlun, með fyrirvara um endanlega heimild í fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2026.
Í sumar verður Malbikun Akureyrar með malbikunarstöð á Snæfellsnesi og verður hún ekki sett upp aftur fyrr en 2027.
Rætt um mögulega malbikun á hafnarsvæðinu við Suðurgarð og farið yfir staðsetningu þess á loftmynd/korti.
Samþykkt að stefna að því að malbika ca. 1000-1200 fermetra svæði, upp af smábátabryggjum við Suðurgarð í ár. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að gera nánari tillögu um yfirlagningu malbiks og mörk hennar.
Einnig rætt um umferðarfyrirkomulag á hafnarsvæði-suður. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að skoða þá hugmynd sem skipulagsfulltrúa, að aðkoma að smábátabryggju verði sunnan megin, en ekki með gegnumakstri frá vestari innkomu á svæðið.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir áform hafnarstjórnar skv. þessum lið og með tilliti til komandi fjárhagsáætlunar í trausti þess að hlutur ríkissjóðs í framkvæmd við Norðurgarð standi.
-
Hafnarstjórn - 19
Fyrir árið í ár, 2025, eru skipabókanir alls 78. Fyrir árið 2026 eru bókanir xx og fyrir árið 2027 eru bókaðar xx komur.
Bæjarstjóri sagði frá Seatrade Cruise Global, sem hún tók þátt í fyrir hönd hafnarinnar, í Miami í 7.-10. apríl sl.
Lagt fram erindi bæjarstjóra, sent til þingmanna kjördæmisins með tölvupósti 9. apríl 2025, um áhrif innviðagjalds á hafnir.
Hafnarstjóri og bæjarstjóri sögðu frá opnum fundi sem haldinn var 11. júní sl. í samkomuhúsinu, um ferðaþjónustu og skemmtiferðaskip. Lögð fram auglýsing um fundinn.
Einnig sögðu þau frá góðri heimsókn frá CLIA og Cruise Iceland 12. júní sl. til Grundarfjarðar, sjá einnig meðfylgjandi frétt.
Hafnarstjóri fer til Hamborgar á Seatrade Europe 10.-12. september nk.
---
Rætt um aðstöðu á hafnarsvæðinu fyrir þjónustu- og söluaðila vegna skemmtiferðaskipa.
Höfnin hefur verið að þróa og byggja upp starfsemi og móttöku skemmtiferðaskipa í yfir 20 ár. Eftir lengingu Norðurgarðs og eftir Covid hefur verið mikil aukning skipa og gesta. Höfnin hefur tekist á við þennan vöxt og tilheyrandi breytingar, með bættri aðstöðu, með nýbyggingu nú í vor, með skipulagsvinnu og rannsóknum (hafnarsvæði, grjót, hafsbotn, efnistaka v. framtíðaruppbyggingar), með hagsmunagæslu eins og varðandi innviðagjöld ofl., og með umtalsverðri vinnu við halda í þessa viðskiptavini, í þágu hafnar og þjónustuaðila í bænum.
Stefna hafnarstjórnar hefur verið að reyna að koma fyrir öllum þjónustuaðilum sem þess þurfa/óska, innan hafnarsvæðis, en með hliðsjón af umferðarleiðum og öryggi gesta. Einnig hefur það verið stefna hafnarstjórnar að krefja þjónustuaðila ekki um gjald fyrir aðstöðu eða auglýsingar, enn sem komið er. Þetta mun án efa breytast síðar, haldi þessi viðskipti við skemmtiferðaskip, á vegum hafnarinnar, áfram að aukast.
-
Hafnarstjórn - 19
Hafnarstjóri sagði frá nýlegum fundi um skipulag og umferðarmál, í tengslum við deiliskipulagsvinnu á suðursvæðinu, en hann og skipulagsfulltrúi sátu þann vinnufund ásamt skipulagsráðgjöfum og umferðaröryggissérfræðingi.
Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi funduðu síðan með Vegagerðinni í sl. viku og var þá m.a. rætt um skipulagsvinnuna og um óskir um neðanbyggðarveg í tengslum við það.
Málið er í vinnslu.
-
Hafnarstjórn - 19
Óskað er eftir fjárstyrk úr hafnarsjóði, svo hægt sé að hafa mannaða opnun í Grundarfjarðarkirkju á skipadögum.
Bæjarstjóri og forstöðumaður menningar- og markaðsmála hittu tvo fulltrúa sóknarnefndar í vikunni, til að fara yfir erindið og möguleika á útfærslu og samstarfi bæjar/hafnar, við kirkjuna.
Hafnstjórn ræddi um hlutverk sitt, í samhengi við erindið. Hafnarsjóður hefur hingað til ekki veitt fjárstyrki, nema eins og nýlega með þátttöku í söfnun fyrir kaupum á nýja björgunarskipinu Björgu, fyrir Breiðafjarðarsvæðið, og var sú afgreiðsla gerð að tilhlutan bæjarstjórnar, í samstarfi við aðrar bæjarstjórnir á norðanverðu Snæfellsnesi.
Hafnarstjórn skilur fjárhagsvanda sóknarnefndar, en telur að aðrar útfærslur væru heppilegri m.t.t. hlutverks hafnarsjóðs og annarra aðila, og m.t.t. þeirra fjármuna sem samfélagið hefur úr að spila, sbr. þau sjónarmið sem rædd voru við fulltrúa sóknarnefndarinnar.
Hafnarstjórn hefur varið farþegagjöldum, sem innheimt eru af skemmtiferðaskipum, til uppbyggingar á aðstöðu hafnarinnar fyrir gesti skipanna og til að bæta öryggi þeirra. Sú fjárfesting, sem hafnarsjóður hefur nú í ár lagt í til að bæta aðstöðu skipagesta og þjónustu við þá, nemur margfalt þeim farþegagjöldum sem innheimt hafa verið.
Hafnarstjórn er reiðubúin til þátttöku í að þróa aðra leið, sem getur komið á móts við markmið sóknarnefndar og þá góðu hugmynd sem sóknarnefnd setur fram í erindi sínu, um gestamóttöku og að segja sögu kirkjunnar. Hafnarstjórn leggur til að það verði gert með aðkomu bæjarins og hennar starfsmanna, í samræmi við umræður fundarins að öðru leyti og þær hugmyndir sem ræddar voru í samtali bæjarstjóra og forstöðumanns menningar- og markaðsmála við fulltrúa sóknarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Bæjarráð tekur undir með hafnarstjórn og samþykkir að leggja sóknarnefnd til aðstoð við að finna leiðir til að útfæra frekar þessa góðu hugmynd sem fram kemur í erindi sóknarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Hafnarstjórn - 19
Hafnarstjórn fór yfir þær hafnarframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru og samþykkti tillögu um óskir í tengslum við gerð samgönguáætlunar.
Hafnarstjórn vísar tillögum um sjóvarnir til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir tillögur hafnarstjórnar að hafnarframkvæmdum inní samgönguáætlun vegna áranna 2026-2030 og einnig vegna sjóvarna fyrir sama tímabil. Möguleiki er að kalla eftir og bæta við fleiri verkefnum í sjóvörnum.
-
Hafnarstjórn - 19
Hafnarstjórn fór yfir innihald nýrra reglna, einkum 8. gr. sem snýr af hafnarstjórn og hafnarsvæði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti, en vekur athygli á að þarna er gert ráð fyrir heimild til frekar stórra skilta, eingöngu á hafnarsvæðinu skv. þessu.
-
Hafnarstjórn - 19
-
Hafnarstjórn - 19
-
Hafnarstjórn - 19
-
Hafnarstjórn - 19
-
Hafnarstjórn - 19
-
Hafnarstjórn - 19
Hafnarstjóri vakti athygli á framkvæmd í kjölfar þessarar breytingar á reglugerðinni. Hafnarstjóri sagði að framkvæmdin á vigtun á pallavog hafi verið góð, en að skv. upplýsingum frá Fiskmarkaði Íslands hafi meðferð fiskafla verið verri, þar sem mun minna ísmagn er í afla. Þar af leiðandi eru gæði fisksins lakari.
Hafnarstjórn telur mikilvægt að koma upplýsingum sem þessum, um framkvæmd vigtunar í kjölfar reglugerðarbreytingarinnar, á framfæri við atvinnuvegaráðherra og felur formanni að koma þessari bókun á framfæri við ráðherrann og atvinnuvegaráðuneytið.