Málsnúmer 2506011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 638. fundur - 04.06.2025

Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 1, landnúmer L190044, undirritað af merkjalýsanda 28.05.2025.



Lóðin er skráð 1.882 m2 í Landeignaskrá fasteigna, en stækkar nú í 2.907 m2, eða um 1.025 m2. Upprunalandið Grafarland, landnúmer 190037, minnkar um það sem því nemur. Breytingin er unnin í samræmi við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár, sem gefið var út í B-deild Stjórnartíðinda 16. maí 2025.



Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 1.