Málsnúmer 2506023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 639. fundur - 03.07.2025

Lagt fram bréf frá almannaheillafélaginu Lítil Þúfa fta., sem er áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna vímuefnaröskunar, dags. 11. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar. Einnig lagður fram ársreikningur 2023.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu og bendir á að sækja þarf um styrki að hausti, vegna fjárhagsáætlunar komandi árs.

Samþykkt samhljóða.