Málsnúmer 2508007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 270. fundur - 20.08.2025

Grundarfjarðarbær óskar eftir heimild fyrir staðsetningu tveggja gámaeininga (húseininga) sem verði nýttar sem aðstaða við íþróttavöll (salerni og bækistöð fyrir iðkendur, og sem áhaldageymsla fyrir íþróttir.



Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, en í skilmálum aðalskipulags fyrir ÍÞ-5 íþróttasvæði kemur fram:



"Gert er ráð fyrir uppbyggingu sem nýtist til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Gott aðgengi fótgangandi og hjólandi verði að svæðinu og frágangur vandaður. Möguleiki er á uppbyggingu nýrrar áhaldageymslu og/eða aðstöðuhúsi tengdu íþróttavelli og skíðasvæðinu sunnar á vegum Ungmennafélags Grundarfjarðar."

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhugaðar einingar falli að skilmálum aðalskipulags og samþykkir fyrir sitt leyti þá staðsetningu sem sótt er um.