Erindi frá forstöðumanni menningar- og markaðsmála, hafnarstjóra og bæjarstjóra, þar sem óskað er umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.
Nokkur truflun hefur verið af drónaflugi frá ferðamönnum og hefur Hesteigendafélagið óskað eftir því að kannað verði hvort hægt sé að banna drónaflug staðbundið yfir hesthúsahverfinu, sbr. umræður á fundi fulltrúa hafnar og bæjar með stjórn Hesteigendafélagsins 7. júlí sl.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að slíku banni verði komið á, og nái eftir atvikum yfir aðliggjandi svæði hestamanna.