Málsnúmer 2508012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 270. fundur - 20.08.2025

Zeppelin Arkitektar hafa sent erindi fyrir hönd nýrra landeigenda að Hömrum, þar sem gerð er fyrirspurn til bæjarstjórnar um afstöðu til breyttrar landnotkunar á jörðinni.



Gert er ráð fyrir að hluti jarðarinnar fari úr landbúnaði í ferðaþjónustu.

Nýr landeigandi hyggst nýta núverandi hús að hluta eða öllu leyti undir gistiþjónustu og jafnframt byggja nokkur stök eða samliggjandi gistihús sunnan við núverandi íbúðarhús á bakkanum sem snýr að Kirkjufelli. Engar útfærslur liggja fyrir að svo komnu máli.

Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á almennar heimildir í aðalskipulagi um ferðaþjónustu á lögbýlum, en heimilt er án breytinga á aðalskipulagi að hafa gististað með rýmum fyrir allt að 20 gesti á hverju lögbýli, og auk þess allt að fimm litla gistikofa (einingar).
Verði umfangið meira en það þarf aðalskipulagsbreytingu úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.

Hægt er að fara fram á deiliskipulagsgerð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu þó hún sé innan þessarar heimildar í aðalskipulagi og veltur það á nánara umfangi og útfærslum.

Ekki eru komnar fram upplýsingar um umfang fyrirhugaðrar uppbyggingar og vísar nefndin erindinu því til bæjarstjórnar til frekari skoðunar og umfjöllunar.

Nefndin gerir þó ekki athugasemd við það að hluta landbúnaðarlands í landi Hamra verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, en minnir á að ekki liggja fyrir upplýsingar um til hve stórs hluta jarðarinnar slík áform nái.