Að ósk byggingarfulltrúa er lögð fyrir fundinn byggingarleyfisumsókn frá eigendum að Hamrahlíð 7.
Samkvæmt teikningu verður útlitsbreyting og hærri þakhæð á útvegg sem stendur við lóðarmörk að Hamrahlíð 5. Einnig bætist við útgangur austast á húsinu, þ.e. þeirri hlið sem snýr að Hamrahlíð.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd við breytingu hússins fyrir eigendum húsa í Hamrahlíð 2, Hamrahlíð 4 og Hamrahlíð 5, og Fossahlíð 2, Fossahlíð 4 og Fossahlíð 6, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.