Málinu var vísar til skipulags- og umhverfisnefndar af byggingarfulltrúa, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Um er að ræða útlitsbreytingu bílskúrs að Hlíðarvegi 12. Hækka á þak þannig að vatnshalli verði á bílskúr sem nú er með flötu þaki. Bílskúrinn stendur við lóðamörk á Hlíðarvegi 10.
Þá heimilar nefndin að grenndarkynningu ljúki áður en 4 vikna frestur er útrunninn ef skilyrði 3. mgr. 44 gr. eru uppfyllt.