Málsnúmer 2508018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 271. fundur - 09.09.2025

Málinu var vísar til skipulags- og umhverfisnefndar af byggingarfulltrúa, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.



Um er að ræða útlitsbreytingu bílskúrs að Hlíðarvegi 12. Hækka á þak þannig að vatnshalli verði á bílskúr sem nú er með flötu þaki. Bílskúrinn stendur við lóðamörk á Hlíðarvegi 10.

Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum húsa að Hlíðarvegi 10, Borgarbraut 10 og Fossahlíð 1 og 3, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

Þá heimilar nefndin að grenndarkynningu ljúki áður en 4 vikna frestur er útrunninn ef skilyrði 3. mgr. 44 gr. eru uppfyllt.