Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer
Arnar Kristjánsson fulltrúi í hafnarstjórn kom inná fundinn í fjarfundi undir þessum lið og sat einnig fundinn undir dagskrárlið nr. 4.
Í aðalskipulagi hafnarsvæðis hefur í áratugi verið gert ráð fyrir nýrri vegtengingu frá þjóðvegi 54 neðan Grafarbæja og að norðurhluta hafnarsvæðis. Í yfirstandandi skipulagsvinnu hafnarinnar hefur einmitt komið fram þörf fyrir að tengja betur saman umferðarleiðir á hafnarsvæðinu við þjóðveg og horfa á aðgengi og öryggismál í víðara samhengi en upphaflega var gert ráð fyrir.
Verið er að skipuleggja nýja þjóðbraut inn á hafnarsvæðið og samhliða aukinni bílaumferð þarf að tryggja öryggi skipagesta sem fara um hafnarsvæðið á hverju sumri, iðulega samhliða löndun og annarri starfsemi.
Því er talið nauðsynlegt að skipuleggja aðgengi á hafnarsvæðinu í heild allt frá Norðurgarði að Suðurgarði, þannig að deiliskipulagsvinnan gefi færi á að ná heildarmynd af fyrirkomulagi mannvirkja, leiðakerfis og umferðarflæðis innan hafnarsvæðisins.
Af þessum sökum eru lögð til breytt mörk skipulagssvæðisins frá síðustu afgreiðslu, þar sem skipulagslýsing var samþykkt af hafnarstjórn 19. ágúst sl., skipulags- og umhverfisnefnd 20. ágúst sl. og bæjarráði 28. ágúst sl.
Lagt er til að undir deiliskipulagssvæði suður, sem nú er í vinnslu falli Norðurgarður og jafnframt hluti af lóðinni að Nesvegi 4, skv. nánari afmörkun sem fylgir. Sjá einnig mál nr. 4 á dagskrá fundarins.
Ennfremur er lögð til breyting á heiti deiliskipulagsins (og þar með málsins í One), sem verði "Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar".
Skipulagslýsingin, með þessum breytingum á mörkum svæðisins og heiti, er lögð fyrir nefndina til samþykktar.
Gestir
- Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi
- Arnar Kristjánsson fulltrúi í hafnarstjórn, í fjarfundi - mæting: 15:40
- Herborg Árnadóttir, Alta, í fjarfundi
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, er í fjarfundi.
Fulltrúum í hafnarstjórn var boðið að sitja fundinn undir dagskrárliðum 3 og 4.