Lagt fram fundarboð, sent stofnaðilum, vegna aðalfundar Varar sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð sem haldinn verður 18. september í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.
Engin starfsemi hefur verið í húsnæði Varar frá því að samstarfi Varar og Hafrannsóknastofnunar lauk í byrjun árs 2023 og Hafrannsóknastofnun lokaði starfsstöð sinni í Ólafsvík.
Fyrir aðalfundi liggur tillaga frá stjórn Varar um slit stofnunarinnar.
Garðar Svansson bæjarfulltrúi mun sækja fundinn og hefur þar atkvæðisrétt f.h. Grundarfjarðarbæjar, m.a. til að taka ákvörðun um slit félagsins skv. boðaðri dagskrá.